Segir nær ógerlegt að halda dýpkun í Landeyjahöfn áfram sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2015 11:05 Jóhann segir aðstæður hafa verið óásættanlegar. vísir/óskar friðriksson Björgun ehf, sem sinnt hefur dýpkun í Landeyjahöfn, skilaði ekki inn tilboði þegar Vegagerðin auglýsti útboð vegna dýpkunarinnar í júlí, en það var belgíst stórfyrirtæki sem átti lægsta tilboðið að þessu sinni. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri hjá Björgun, segist ekki hafa séð fram á að geta klárað verkið. Nær ógerlegt sé að vinna í allt að tveggja metra ölduhæð og efast um að önnur skip eigi eftir að ráða við verkið.Aðstæður óásættanlegar„Við teljum að ölduhæðin sé of há og okkar skip einfaldlega ráða ekki við hana. Skipin eru núna í ágætis standi en í vor þegar við byrjuðum dýpkunina þá brotnuðu sogrörin á öllum skipunum vegna ölduhæðar. Þannig að verkefnið er mjög erfitt og í tveggja metra öldu þá teljum við að ekki sé hægt að dæla,“ segir hann. Þá hafi aðstæður ekki verið skipverjum ásættanlegar.Dæluskipið Perla.vísir/óskar friðrikssonEitt erfiðasta svæði í heimi„Það teljum við alls ekki, sér í lagi þegar ölduhæð er tveir til tveir og hálfur metri, nær ógerlegt. En, þetta er eins og tilgreint er í útboðsgögnunum, eitt erfiðasta svæði í heiminum að dæla á og teljum ekki að önnur skip geti dælt í þessari ölduhæð,“ segir Jóhann og bætir við að ekki sé hægt að líta á Landeyjahöfn sem heilsárshöfn. Vegagerðin auglýsti útboð í júlí og opnaði tilboðin 11. ágúst síðastliðinn. Þrjú tilboð bárust og það lægsta hljóðaði upp á tæpar 588 milljónir króna frá belgíska fyrirtækinu Jan de Nul. Áætlað er að dæla þurfi allt að 750 þúsund rúmmetrum af sandi á næstu þremur árum. Landeyjahöfn hefur sætt töluverðri gagnrýni, því erfitt hefur reynst að halda henni opinni. Á ársgrundvelli hefur lokunin náð fjörutíu prósentum og tæpum níutíu prósentum yfir vetrarmánuðina. Tengdar fréttir Vélstjóri féll niður í lest í Landeyjahöfn Maðurinn var að vinna við enda sandrörs þegar festing datt af enda rörsins og lenti á honum sem við það féll fram fyrir sig. 21. apríl 2015 14:43 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar. 9. september 2015 06:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Björgun ehf, sem sinnt hefur dýpkun í Landeyjahöfn, skilaði ekki inn tilboði þegar Vegagerðin auglýsti útboð vegna dýpkunarinnar í júlí, en það var belgíst stórfyrirtæki sem átti lægsta tilboðið að þessu sinni. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri hjá Björgun, segist ekki hafa séð fram á að geta klárað verkið. Nær ógerlegt sé að vinna í allt að tveggja metra ölduhæð og efast um að önnur skip eigi eftir að ráða við verkið.Aðstæður óásættanlegar„Við teljum að ölduhæðin sé of há og okkar skip einfaldlega ráða ekki við hana. Skipin eru núna í ágætis standi en í vor þegar við byrjuðum dýpkunina þá brotnuðu sogrörin á öllum skipunum vegna ölduhæðar. Þannig að verkefnið er mjög erfitt og í tveggja metra öldu þá teljum við að ekki sé hægt að dæla,“ segir hann. Þá hafi aðstæður ekki verið skipverjum ásættanlegar.Dæluskipið Perla.vísir/óskar friðrikssonEitt erfiðasta svæði í heimi„Það teljum við alls ekki, sér í lagi þegar ölduhæð er tveir til tveir og hálfur metri, nær ógerlegt. En, þetta er eins og tilgreint er í útboðsgögnunum, eitt erfiðasta svæði í heiminum að dæla á og teljum ekki að önnur skip geti dælt í þessari ölduhæð,“ segir Jóhann og bætir við að ekki sé hægt að líta á Landeyjahöfn sem heilsárshöfn. Vegagerðin auglýsti útboð í júlí og opnaði tilboðin 11. ágúst síðastliðinn. Þrjú tilboð bárust og það lægsta hljóðaði upp á tæpar 588 milljónir króna frá belgíska fyrirtækinu Jan de Nul. Áætlað er að dæla þurfi allt að 750 þúsund rúmmetrum af sandi á næstu þremur árum. Landeyjahöfn hefur sætt töluverðri gagnrýni, því erfitt hefur reynst að halda henni opinni. Á ársgrundvelli hefur lokunin náð fjörutíu prósentum og tæpum níutíu prósentum yfir vetrarmánuðina.
Tengdar fréttir Vélstjóri féll niður í lest í Landeyjahöfn Maðurinn var að vinna við enda sandrörs þegar festing datt af enda rörsins og lenti á honum sem við það féll fram fyrir sig. 21. apríl 2015 14:43 Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50 150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08 Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar. 9. september 2015 06:54 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gangurinn sé að troða sér í norðaustur „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Sjá meira
Vélstjóri féll niður í lest í Landeyjahöfn Maðurinn var að vinna við enda sandrörs þegar festing datt af enda rörsins og lenti á honum sem við það féll fram fyrir sig. 21. apríl 2015 14:43
Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, ræddu Landeyjarhöfn í umræðum um störf þingsins. 29. apríl 2015 15:50
150 dagar síðan Herjólfur komst síðast í Landeyjahöfn Hópur fólks hefur ákveðið að færa ráðamönnum hamingjuóskir og köku í tilefni þess að hundrað og fimmtíu dagar séu liðir frá því að Herjólfur gat síðast siglt til Landeyjahafnar. 22. apríl 2015 12:08
Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar. 9. september 2015 06:54