Segir óboðlegt að komast ekki á klósettið yfir sumartímann Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2014 12:14 Gert er ráð fyrir yfir hundrað sumarhúsum á svæðinu og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. Myndin er þó af öðru hverfi í Grímsnesinu. „Við sem erum með hús erum að borga heilmikið til hreppsins, þar á meðal vatnsskattinn. Ég hlýt að eiga rétt á því að fá það sem er borgað fyrir,“ segir Guðrún Njálsdóttir, gjaldkeri stjórnar Kerhraunsins, félags sumarhúsaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi en hún er orðin langþreytt á vatnsskorti í sumarhúsi sínu sem staðsett er á Kerhraunssvæðinu. „Ég vil gjarnan sjá varanlega lausn, ekki einhverjar skítareddingar.“ Vandamálið segir hún hafa verið viðvarandi í um áratug en það lýsir sér þannig að þegar sumarhúsin í Grímsnesi fyllast af fólki fá húsin sem staðsett eru á efri hluta svæðisins ekkert vatn heilu og hálfu dagana. „Það er ekkert réttlæti í því að sumir fái vatn og aðrir ekki,“ segir Guðrún en hún hefur þurft að bregðast við vatnsleysinu á ýmsan hátt, til dæmis keyra úr höfuðborginni með vatn á kókflöskum. „Það er ekki boðlegt að vera þarna yfir sumartímann og komast ekki á klósettið,“ segir hún og viðurkennir að hún sé orðin ansi fúl yfir framtaksleysi sveitarstjórinnar, nú vilji hún fara að fá vatn. „Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur“ Stjórn Kerhraunsins hefur sent inn fjölmargar fyrirpsurnir til sveitarstjórnarinnar og krafist þess að bætt verði úr vandamálinu. „Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að þetta verði lagað en það kemur engin varanleg lausn.“ Guðrún heldur að vandamálið liggi í því að lagnirnar séu einfaldlega of grannar. Lausnin felist í því að skipta um lagnir en hana grunar að sveitastjórnin telji það einfaldlega of dýrt þar sem ekki er um íbúðahverfi að ræða. Hún bendir á að deiliskipulag á svæðinu geri ráð fyrir yfir hundrað húsum, nú séu þau um fimmtíu talsins en sífellt bætist í hópinn og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. „Ef gömlu hverfin eru ekki hönnuð í samræmi við það þá þarf bara að laga þetta.“ Ein lausn sveitarfélagsins var að auka þrýsting á lagnirnar en það dugir skammt að sögn Guðrúnar þar sem þá lendi húsin sem staðsett eru á neðri hluta svæðisins í vandræðum. „Það er ekki nóg að auka þrýstinginn því þá þurfa hin húsin að kaupa þrýstijafnara. Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur.“Málinu var vísað til tæknisviðs Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem Börkur Brynjarsson ræður ríkjum.Húsum bætt við en ekkert fjármagn fer í að laga lagnir „Ég hef ekkert bara setið með hendur í skauti,“ segir Börkur Brynjarsson, framkvæmda- og veitustjóri fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp en málinu var vísað til hans eftir síðasta sveitarstjórnarfund þann 15. október síðastliðinn. „Ég hef verið að reyna að bregðast við þessu í talsverðan tíma.“ Hann segir svæðið erfitt og að ný dæla hafi verið pöntuð. Spurður um hvernig ný dæla leysi vandamálið svarar Börkur því til að hún auki rennsli. Næsta skref sé þó að auka flutningsgetuna með því að setja nýjar lagnir. „Það hefur ekki verið fjármagn til að bæta lagnir,“ segir Börkur en hann viðurkennir að það sé ýmislegt vanhugsað þegar kemur að uppbyggingu sumarhúsahverfa. „Það hefur bara verið ákveðið að byggja sumarhúsahverfi og það á að tengjast þessari veitu. Svo hefur þetta verið tengt en aldrei lagt fjármagn í að bæta þessar lagnir.“ Börkur getur ekki sagt til um það hvenær nægt fjármagn verður fyrir hendi til að laga lagnirnar. „En þetta er eitt af því sem liggur hæst hjá mér í bunkanum.“ Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
„Við sem erum með hús erum að borga heilmikið til hreppsins, þar á meðal vatnsskattinn. Ég hlýt að eiga rétt á því að fá það sem er borgað fyrir,“ segir Guðrún Njálsdóttir, gjaldkeri stjórnar Kerhraunsins, félags sumarhúsaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi en hún er orðin langþreytt á vatnsskorti í sumarhúsi sínu sem staðsett er á Kerhraunssvæðinu. „Ég vil gjarnan sjá varanlega lausn, ekki einhverjar skítareddingar.“ Vandamálið segir hún hafa verið viðvarandi í um áratug en það lýsir sér þannig að þegar sumarhúsin í Grímsnesi fyllast af fólki fá húsin sem staðsett eru á efri hluta svæðisins ekkert vatn heilu og hálfu dagana. „Það er ekkert réttlæti í því að sumir fái vatn og aðrir ekki,“ segir Guðrún en hún hefur þurft að bregðast við vatnsleysinu á ýmsan hátt, til dæmis keyra úr höfuðborginni með vatn á kókflöskum. „Það er ekki boðlegt að vera þarna yfir sumartímann og komast ekki á klósettið,“ segir hún og viðurkennir að hún sé orðin ansi fúl yfir framtaksleysi sveitarstjórinnar, nú vilji hún fara að fá vatn. „Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur“ Stjórn Kerhraunsins hefur sent inn fjölmargar fyrirpsurnir til sveitarstjórnarinnar og krafist þess að bætt verði úr vandamálinu. „Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að þetta verði lagað en það kemur engin varanleg lausn.“ Guðrún heldur að vandamálið liggi í því að lagnirnar séu einfaldlega of grannar. Lausnin felist í því að skipta um lagnir en hana grunar að sveitastjórnin telji það einfaldlega of dýrt þar sem ekki er um íbúðahverfi að ræða. Hún bendir á að deiliskipulag á svæðinu geri ráð fyrir yfir hundrað húsum, nú séu þau um fimmtíu talsins en sífellt bætist í hópinn og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. „Ef gömlu hverfin eru ekki hönnuð í samræmi við það þá þarf bara að laga þetta.“ Ein lausn sveitarfélagsins var að auka þrýsting á lagnirnar en það dugir skammt að sögn Guðrúnar þar sem þá lendi húsin sem staðsett eru á neðri hluta svæðisins í vandræðum. „Það er ekki nóg að auka þrýstinginn því þá þurfa hin húsin að kaupa þrýstijafnara. Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur.“Málinu var vísað til tæknisviðs Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem Börkur Brynjarsson ræður ríkjum.Húsum bætt við en ekkert fjármagn fer í að laga lagnir „Ég hef ekkert bara setið með hendur í skauti,“ segir Börkur Brynjarsson, framkvæmda- og veitustjóri fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp en málinu var vísað til hans eftir síðasta sveitarstjórnarfund þann 15. október síðastliðinn. „Ég hef verið að reyna að bregðast við þessu í talsverðan tíma.“ Hann segir svæðið erfitt og að ný dæla hafi verið pöntuð. Spurður um hvernig ný dæla leysi vandamálið svarar Börkur því til að hún auki rennsli. Næsta skref sé þó að auka flutningsgetuna með því að setja nýjar lagnir. „Það hefur ekki verið fjármagn til að bæta lagnir,“ segir Börkur en hann viðurkennir að það sé ýmislegt vanhugsað þegar kemur að uppbyggingu sumarhúsahverfa. „Það hefur bara verið ákveðið að byggja sumarhúsahverfi og það á að tengjast þessari veitu. Svo hefur þetta verið tengt en aldrei lagt fjármagn í að bæta þessar lagnir.“ Börkur getur ekki sagt til um það hvenær nægt fjármagn verður fyrir hendi til að laga lagnirnar. „En þetta er eitt af því sem liggur hæst hjá mér í bunkanum.“
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira