Segir ókosti við aðild fleiri þótt stórauka mætti útflutning á skyri 11. júlí 2011 18:45 Íslenskir mjólkurframleiðendur gætu stóraukið útflutning á skyri til Evrópu með aðild að Evrópusambandinu en aftur á móti myndu þeir mæta harðri samkeppni þegar kemur að ostum, segir forstjóri MS. Hann segir ókostina við aðild fleiri en kostina. Með aðild að Evrópusambandinu myndu tollar falla niður á innfluttar evrópskar landbúnaðarafurðir og samhliða því myndu tollar á íslenskar afurðir fluttar út til Evrópusambandsríkja falla niður. Þetta gæti skapað margvísleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Íslenskir mjólkurframleiðendur hafa heimildir til að flytja út 380 tonn af skyri á hverju ári. Það eru um milljón lítrar af mjólk sem fara í afurðirnar, eða um eitt prósent af landsframleiðslu. MS markaðssetur skyr.is í bæði Bandaríkjunum og Finnlandi en fyrirtækið fullnýtir kvótann á þessu ári með útflutningi til Finnlands. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, sagði við fréttastofu að gagnkvæm áhrif þess að afnema tollmúra myndu fela í sér tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til að flytja meira út af skyri en gert er í dag. Ef tollverndar nyti ekki við væri hægt að auka þennan útflutning verulega. Einar sagði að með aðild myndu íslenskir framleiðendur hins vegar mæta harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum á öðrum afurðum, eins og ostum, og talar hann um „samkeppni upp á líf og dauða" í því samhengi. Einar sagði að hjá MS hefði þetta verið vegið og metið og ókostirnir sem fylgdu harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum væru fleiri en kostirnir sem fylgdu sóknartækifærum til útflutnings. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að íslenskir mjólkurframleiðendur eigi að geta aukið útflutning sinn á mjólkurafurðum með tvíhliða samningum eins og gert hafi verið til þessa. Einar Sigurðsson segir raunar að nú þegar hafi verið sótt um aukinn kvóta hjá Evrópusambandinu. „Við munum áfram vilja eiga góð samskipti við Evrópusamandið og byggja þau upp á tvíhliða samningum eins og við höfum gert hingað til. Hvort sem það er í skyri, eða lambakjöti eða öðrum afurðum. Það eigum við að geta gert áfram, sem sjálfstæð þjóð," segir Haraldur Benediktsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Íslenskir mjólkurframleiðendur gætu stóraukið útflutning á skyri til Evrópu með aðild að Evrópusambandinu en aftur á móti myndu þeir mæta harðri samkeppni þegar kemur að ostum, segir forstjóri MS. Hann segir ókostina við aðild fleiri en kostina. Með aðild að Evrópusambandinu myndu tollar falla niður á innfluttar evrópskar landbúnaðarafurðir og samhliða því myndu tollar á íslenskar afurðir fluttar út til Evrópusambandsríkja falla niður. Þetta gæti skapað margvísleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Íslenskir mjólkurframleiðendur hafa heimildir til að flytja út 380 tonn af skyri á hverju ári. Það eru um milljón lítrar af mjólk sem fara í afurðirnar, eða um eitt prósent af landsframleiðslu. MS markaðssetur skyr.is í bæði Bandaríkjunum og Finnlandi en fyrirtækið fullnýtir kvótann á þessu ári með útflutningi til Finnlands. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, sagði við fréttastofu að gagnkvæm áhrif þess að afnema tollmúra myndu fela í sér tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til að flytja meira út af skyri en gert er í dag. Ef tollverndar nyti ekki við væri hægt að auka þennan útflutning verulega. Einar sagði að með aðild myndu íslenskir framleiðendur hins vegar mæta harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum á öðrum afurðum, eins og ostum, og talar hann um „samkeppni upp á líf og dauða" í því samhengi. Einar sagði að hjá MS hefði þetta verið vegið og metið og ókostirnir sem fylgdu harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum væru fleiri en kostirnir sem fylgdu sóknartækifærum til útflutnings. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að íslenskir mjólkurframleiðendur eigi að geta aukið útflutning sinn á mjólkurafurðum með tvíhliða samningum eins og gert hafi verið til þessa. Einar Sigurðsson segir raunar að nú þegar hafi verið sótt um aukinn kvóta hjá Evrópusambandinu. „Við munum áfram vilja eiga góð samskipti við Evrópusamandið og byggja þau upp á tvíhliða samningum eins og við höfum gert hingað til. Hvort sem það er í skyri, eða lambakjöti eða öðrum afurðum. Það eigum við að geta gert áfram, sem sjálfstæð þjóð," segir Haraldur Benediktsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira