Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:00 Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hitti hælisleitandann í Mílanó í dag og segir ómannúðlegt hvernig komið er fram við hann. Amir Shokrgozar er 29 ára hælisleitandi frá Íran og hefur verið á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Á Íslandi hefur Amir komið sér vel fyrir að eigin sögn. Hann hefur meðal annars unnið sem sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78 og Rauða krossinum. Þegar Amir var ljóst á dögunum að hann yrði sendur til Ítalíu fékk hann taugaáfall og lagðist inn á geðdeild. Á fimmtudaginn í síðustu viku var hann handtekinn og fluttur til Ítalíu en ástæða þess að honum er synjað um hæli hér á landi er að hann hefur áður fengið dvalarleyfi þar í landi. Rithöfundurinn, Andri Snær Magnason, er staddur á Ítalíu og hitti Amir í Mílanó í dag. Hann segir hann vera illa á sig kominn. „Ég held að hver Íslendingur skilji það að þegar þú átt engan samastað í veröldinni, ekkert land býður til velkomin, þá brotnaru andlega. Og hann brotnaði niður eftir þessa frávísun og var handtekinn um leið og hann kom út af geðdeild. Hann var meðhöndlaður af því er virðist harkalega: gleraugun hans brotin, marin á höfði og síðan varpað allslausum út á götu í Mílanó um hávetur,“ segir Andri. Ítalir búi nú þegar við ærið vandamál og ástandið þar sé mjög slæmt fyrir flóttafólk. Fjölmiðlar á Ítalíu hafi sýnt málinu áhuga og var Amir í viðtali í dag. „Þetta er í raun algjörlega óskiljanlegt og ekki boðlegt að nútíma lýðræðisríki hagi sér svona því ef við erum bandamenn Ítala þá eigum við ekki að búa til vandamál úr einstaklingum og varpa þeim út á götu í Mílanó,“ segir Andri. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir samtökin ítrekað hafa skorað á stjórnvöld að veita Amir hæli. Staða samkynhneigðra hælisleitenda sé sérstök og að taka þurfi tillit til þess. „Það hefur ekki verið raunin á Íslandi og það er mjög dapurlagt að við sem þjóð, sem höfum lagt mikinn metnað í það að ná góðum árangri í réttindabaráttunni og leggja mikið upp úr jafnrétti, að þegar maður sem er í mjög slæmri stöðu leitar til okkar, að við skulum ekki líta á það sem skyldu okkar og heiður að fá að veita honum góðar viðtökur,“ segir María Helga.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43