Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 15:05 Hlutfallslega hækka laun hæstaréttardómara og forseta Hæstaréttar mest í nýrri ákvörðun kjararáðs í kjölfar heildarúttektar á launakjörum dómara hér á landi. Vísir/GVA Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. Hann segir þetta í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði og telur einboðið að þetta muni hafa áhrif þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í næsta mánuði. Laun dómara hækkuðu um allt að fimmtíu prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum. Laun hæstaréttardómara hækka mest eða um hálfa milljón. Þeir voru með 1.2 milljónir á mánuði en fá framvegis rúmlega 1.7. Laun dómstjórans hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hækka minnst eða um 31,6 prósent og fara úr 1.1 milljón í 1.5 milljón á mánuði.Sjá einnig: Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir þessa ákvörðun kjararáðs og segir hana í engu samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. „Þetta er alla vega ekki í neinum takti við það sem íslenskt verkafólk hefur verið að fá enda sést það vel hverjar krónutölurnar liggja þar á bakvið. En eins og ég segi, ég vil að allir séu með góð laun – ekki bara sumir. Við erum hér með lágmarkslaun á Íslandi í dag sem eru 245 þúsund krónur. Þessar hækkanir sem kjararáð er að láta einstaka hópa fá eru langt fyrir ofan þá upphæð,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur BirgissonPrósentuhækkanir aflgjafi ójafnréttisHann telur að menn muni hafa þessa ákvörðun á bakvið eyrað þegar kjarasamningarnir sem undirritaðir voru á síðasta ári verða endurskoðaðir í febrúar. „Þetta misrétti og þetta óréttlæti sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi í gegnum árin það virðist vera komið á blússandi ferð á nýjan leik og það er alveg ljóst að verkafólk getur ekki horft upp á slíka misskiptingu öllu lengur. Það er einfaldlega þannig að prósentuhækkanir í kjarasamningum eru aflgjafi ójafnréttis og misskiptingar,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að bankastjóri Landsbankans hafi fengið rúmlega 40 prósenta launahækkun um áramótin, eða rúmlega fimm hundruð þúsund krónur, og þá hafi laun stjórnarmanna hjá tryggingarfélaginu VÍS hækkað um 75 prósent eða 200 þúsund krónur á mánuði. Hann segir að launabilið í íslensku samfélagi sé að aukast á ný. „Við verðum líka að átta okkur á því að laun íslensks verkafólks þau eru einfaldlega of lág og við höfum verið að stíga skref jafnt og þétt til að reyna að leiðrétta þessi laun. Í síðustu samningum áttu að vera sérstakar láglaunaaðgerðir með meiri hækkun til handa verkafólki en efa að einstaklingur sem er að hækka um 25 þúsund krónur á mánuði, ef það á að kallast sérstök aðgerð þegar við horfum svo upp á tölur upp á 300 upp í 600 þúsund króna hækkun á mánuði – það má kallast sérstök láglaunaaðgerð,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira