Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. janúar 2017 14:15 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. Frá því hefur verið greint að Landlæknir hefur heimilað Klínikinni í Ármúla að opna fyrstu einkareknu legudeildina á Íslandi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, að ekki væri um stefnubreytingu í heilbrigðismálum að ræða, heimild landlæknis byggi á fyrirliggjandi lögum.Sjá: „Fyrsti einkaaðilinn hefur fengið leyfi til að reka legudeild.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans telur að rekstur af þessu tagi myndi veikja rekstur Landspítalans og að heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til málsins. „[Þessar hugmyndir] leggjast ekki vel í mig og okkur á Landspítala,“ segir Páll. „Spítalinn á nú þegar í góðu samstarfi við veitendur einkaþjónustu. Við höfum alltaf sagt að hluti af þjónustu Landspítalans geti verið fyrir utan spítalann og þá horfum við helst til hjúkrunarþjónustu, við aldraða sérstaklega, því það hentar sjúklingunum einfaldlega betur að vera utan spítalans,“ segir hann. Páll segir að ekki kreppi að hjá Landspítala þegar kemur að sömu þjónustu sem Klíníkin í Ármúla ætlar að bjóða upp á. „Þótt að fjölbreytt rekstrarform sjúkrahúsa kunni að henta erlendis verður að hafa í huga að við íslendingar erum fámenn þjóð og að dreifa mjög sérhæfðri þjónustu víða er óhagkvæmt. Yrði af þessum áformum myndi það ekki einfalda rekstur Landspítala eins og fram er haldið. Það myndi flækja hann.“ Hann segir Landspítalann færan um að sinna þessari þjónustu og segir ákvörðun um slíkt einkasjúkrahús pólitíska ábyrgð heilbrigðisráðherra. „Þó að embætti Landlæknis telji þjónustuna uppfylla faglegar kröfur þá er um pólitíska ákvörðun að ræða,“ segir Páll en ráðherra þarf í því samhengi að horfa til 40 gr. laga um sjúkratryggingar frá 2008. Sú grein kveður á um að þegar samið er við einkarekna þjónustu skal gæta þess að hún raski ekki þeirri þjónustu sem fyrir er og ber að veita samkvæmt lögum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins.Vísir/PjeturPáll hefur upplýst Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra um málið. Það sé nú á hans borði. Þá hefur BSRB skorað á heilbrigðisráðherra að standa vörð um opinbert heilbrigðiskerfi og opna ekki á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu frá BSRB segir að sterkt opinbert heilbrigðiskerfi tryggi skilvirkari innleiðingu á heildarstefnu í heilbrigðismálum. Þá hefur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallað á eftir því að velferðarnefnd Alþingis fundi um málið. Sjá: „Óskar eftir fundi í velferðarnefnd vegna legudeildar Klíníkinnar.“ Hún hefur óskað eftir því að heilbrigðisráðherra, landlæknir, forstjóri Landspítala og forsvarsmenn Klínikinnar komi á fund nefndarinnar. Elsa Lára veltir því upp á Facebook síðu sinni hvort að sambærilegir samningar verði gerðir við opinberar heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús, til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum. Hún bendir á að auð rými séu á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og nefnir sem dæmi á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. „Ég held að það sé annar mikilvægur punktur,“ segir Páll aðspurður um sjúkrahúsin á landsbyggðinni. „Það þarf að huga að því að sjúkrahús á landsbyggðinni fái tækifæri til að efla sig. Það höfum við séð í átaki um biðlista. Bæði í sjúkrahúsinu á Akureyri og Akranesi hafa verið að sinna töluvert af liðskiptaaðgerðum. Það er nokkuð mikilvægur þáttur sem hefur verið nýttur og er full ástæða til að nýta áfram. Ég tel að opnun á klíník eins og í Ármúlanum muni draga úr þjónustu af þessu tagi úti á landi,“ segir hann. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. Frá því hefur verið greint að Landlæknir hefur heimilað Klínikinni í Ármúla að opna fyrstu einkareknu legudeildina á Íslandi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, að ekki væri um stefnubreytingu í heilbrigðismálum að ræða, heimild landlæknis byggi á fyrirliggjandi lögum.Sjá: „Fyrsti einkaaðilinn hefur fengið leyfi til að reka legudeild.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans telur að rekstur af þessu tagi myndi veikja rekstur Landspítalans og að heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til málsins. „[Þessar hugmyndir] leggjast ekki vel í mig og okkur á Landspítala,“ segir Páll. „Spítalinn á nú þegar í góðu samstarfi við veitendur einkaþjónustu. Við höfum alltaf sagt að hluti af þjónustu Landspítalans geti verið fyrir utan spítalann og þá horfum við helst til hjúkrunarþjónustu, við aldraða sérstaklega, því það hentar sjúklingunum einfaldlega betur að vera utan spítalans,“ segir hann. Páll segir að ekki kreppi að hjá Landspítala þegar kemur að sömu þjónustu sem Klíníkin í Ármúla ætlar að bjóða upp á. „Þótt að fjölbreytt rekstrarform sjúkrahúsa kunni að henta erlendis verður að hafa í huga að við íslendingar erum fámenn þjóð og að dreifa mjög sérhæfðri þjónustu víða er óhagkvæmt. Yrði af þessum áformum myndi það ekki einfalda rekstur Landspítala eins og fram er haldið. Það myndi flækja hann.“ Hann segir Landspítalann færan um að sinna þessari þjónustu og segir ákvörðun um slíkt einkasjúkrahús pólitíska ábyrgð heilbrigðisráðherra. „Þó að embætti Landlæknis telji þjónustuna uppfylla faglegar kröfur þá er um pólitíska ákvörðun að ræða,“ segir Páll en ráðherra þarf í því samhengi að horfa til 40 gr. laga um sjúkratryggingar frá 2008. Sú grein kveður á um að þegar samið er við einkarekna þjónustu skal gæta þess að hún raski ekki þeirri þjónustu sem fyrir er og ber að veita samkvæmt lögum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins.Vísir/PjeturPáll hefur upplýst Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra um málið. Það sé nú á hans borði. Þá hefur BSRB skorað á heilbrigðisráðherra að standa vörð um opinbert heilbrigðiskerfi og opna ekki á aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Í tilkynningu frá BSRB segir að sterkt opinbert heilbrigðiskerfi tryggi skilvirkari innleiðingu á heildarstefnu í heilbrigðismálum. Þá hefur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kallað á eftir því að velferðarnefnd Alþingis fundi um málið. Sjá: „Óskar eftir fundi í velferðarnefnd vegna legudeildar Klíníkinnar.“ Hún hefur óskað eftir því að heilbrigðisráðherra, landlæknir, forstjóri Landspítala og forsvarsmenn Klínikinnar komi á fund nefndarinnar. Elsa Lára veltir því upp á Facebook síðu sinni hvort að sambærilegir samningar verði gerðir við opinberar heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús, til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum. Hún bendir á að auð rými séu á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og nefnir sem dæmi á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. „Ég held að það sé annar mikilvægur punktur,“ segir Páll aðspurður um sjúkrahúsin á landsbyggðinni. „Það þarf að huga að því að sjúkrahús á landsbyggðinni fái tækifæri til að efla sig. Það höfum við séð í átaki um biðlista. Bæði í sjúkrahúsinu á Akureyri og Akranesi hafa verið að sinna töluvert af liðskiptaaðgerðum. Það er nokkuð mikilvægur þáttur sem hefur verið nýttur og er full ástæða til að nýta áfram. Ég tel að opnun á klíník eins og í Ármúlanum muni draga úr þjónustu af þessu tagi úti á landi,“ segir hann.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira