Viðskipti innlent

Segir ráðherra hafa misst af tekjum upp á milljarða

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar.
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar.
Magnús Orri Schram sakar sjávarútvegsráðherra um að hafa „misst af dauðafæri" þegar hann úthlutaði kvóta í makríl án endurgjalds til útgerðarmanna fyrr í haust. Með því að leigja kvótann frá ríkinu hefði ráðuneytið geta aflað 6 milljarða króna að mati Magnúsar. Þeir hefðu komið sér vel á niðurskurðartímum.

Magnús rifjar upp að þegar Færeyingar úthlutuðu makrílkvóta sínum hafi þeir farið tilboðsleiðina, þ.e. útgerðarmenn setji sjálfir fram tilboð í aflahlutdeildina og ákveða þar með sjálfir hvað þeir treysta sér til að greiða. Því sé ekki um einhliða skattheimtu að ræða, en Færeyinga kveður hann hafa hagnast mjög af þessari leið.

Grein Magnúsar má lesa hér.

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur borið því við að ástæða þess hann leigði ekki út kvótann sé sú að hann hafi skort til þess lagaheimild. Magnús telur að vel hefði verið mögulegt að afgreiða lagaheimild á septemberþinginu.

Jón hefur tvisvar verið spurður út í þetta mál á þinginu. „Hann fór undan í flæmingi," sagði Magnús, en hann saknar þess að ráðherrann útskýri þessa ráðstöfun fyrir þinginu.

Ekki náðist í Jón Bjarnason við vinnslu þessarar fréttar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×