Segir sjálffílun karlanna ósýnilegan kynjakvóta Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 14:00 Elsa María Jakobsdóttir hefur sterkar skoðanir á stöðu kvenna í kvikmyndaheiminum. vísir/vilhelm Elsa María Jakobsdóttir er ákveðin kona sem með einlægu augnaráði dregur upp úr öllum sem á vegi hennar verða þeirra hjartans mál. Elsa hefur einsett sér að segja sínar sögur á hvíta tjaldinu. Hún byrjaði í faginu sem aðstoðarmanneskja í Spaugstofunni. „Mig hafði dreymt um að vera á setti og sjá hvernig tökur á leiknu efni gengu fyrir sig,“ segir Elsa. Næst lá leið hennar í Kastljós, sem skrifta og síðar sem þáttastjórnandi. „Þetta var frábær tími og algjör forréttindi að byrja strax á að vinna með færasta fólkinu í blaðamennsku og dagskrárgerð,“ segir Elsa um hið dýrmæta veganesti sem samstarfsfólkið á RÚV veitti henni.Lars von Trier í klippiherberginu Elsa María stundar nú nám í leikstjórn við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. „Námið er í senn krefjandi og gefandi. Það er ómetanlegt að fá að æfa sig. Skólinn skaffar græjur, mannskap, leikara á launum, aðstöðu til eftirvinnslu og ómetanlega ráðgjöf. Við höfum fengið masterklassa hjá leikstjórum eins og Michael Haneke, Werner Herzog, Ulrich Seidl, Joshua Oppenheimer, Roy Anderson og fleirum. Ég hef ótrúlega gott af þessu,“ segir Elsa af einlægni.Elsa ásamt fjölskyldunni.rightAðeins sex nemendur eru teknir inn í skólann annað hvert ár sem þykir með bestu kvikmyndaskólum í Evrópu og hefur útskrifað leikstjóra á borð við Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Susanne Bier, Lone Scherfig og Dag Kára. „Ég hafði gert mér grillur um að von Trier væri viðriðinn skólastarfið og var eðlilega mjög spennt að fá að hitta meistarann,“ segir Elsa og hlær. „Mér var hins vegar fljótt tjáð að von Trier hefði aldrei komið nálægt kennslu eftir að hann útskrifaðist sjálfur árið 1982,“ segir Elsa kímin. „En svo gerðist það í vetur að von Trier óskaði eftir að fá að hafa afskipti af skólastarfinu og hefur meðal annars kíkt í klipp til mín. Sem leiðbeinandi er hann gjafmildur á reynslu sína og næmur á verk nemenda. Hann hætti víst að drekka og vildi í framhaldinu deila reynslu sinni sem leikstjóri með yngri kynslóðum,“ segir Elsa. Framhald á samstarfinu er þó tvísýnt. „Hann lýsti því nýverið yfir í dönskum fjölmiðlum að hann væri farinn að drekka á ný til að skapa svo ég veit ekki hvað það þýðir,“ segir Elsa íbyggin á svip.Kynjakvóti og sjálffílun karlanna Þegar Elsa er spurð út í nýleg ummæli Baltasars Kormáks um kynjakvóta á styrkveitingar til kvenkyns leikstjóra kemur hik á hana. „Mér finnst fjölmiðlar ekki þurfa að eigna körlum kynjakvótann því þeirri umræðu hefur verið haldið á lofti af konum í faginu um langa hríð. Er hugmynd ekki gild fyrr en karlinn segir hana? Ég hef stutt handaflsaðgerðir þar sem kerfisbundnar villur eru svo rótgrónar að ekkert annað dugar til. Kerfisvillan er auðvitað sú að karlar eru alveg sjúkir í það sem aðrir karlar eru að gera. Þeir elska að heyra hvað aðrir karlar hafa til málanna að leggja því það rímar við það sem þeir sjálfir eru að fíla og þannig verður sjálffílunin algjör. Þetta er kallað að vera homosocial. En hvað er að gerast akkúrat núna í styrkveitingum? Á þessu ári veit ég af fleiri verkefnum í leikstjórn kvenna sem eru ýmist í eftirvinnslu eða með framleiðslustyrk sem þýðir að í pípunum eru alla vega fjórar kvikmyndir í leikstjórn kvenna sem við fáum á tjaldið á næstu tveimur árum. Þannig að það er ekki eins og það sé ekkert að breytast. Það lítur út fyrir að umræðan sé að skila sér og akkúrat núna hafi konum tekist að velta hlassinu – án inngrips – þrátt fyrir dúndrandi sjálffílunina og karla í krísu. Er það ekki dáldið geggjað?“ segir Elsa áköf.Elsa María stendur sig vel í vinnu.„Nú er ég að tala um leikið efni og þekki ekki nógu vel hvað er að gerast með heimildarmyndir og handritastyrki. Svo veit ég af mörgum hæfileikaríkum konum sem eru að koma upp úr kafinu,“ bætir hún við. „Þannig að kannski ættum við að gleyma þessum kvóta. Eru fordæmin og fyrirmyndirnar kannski að verða til einmitt núna? Eða er of bjartsýnt að halda það? Ég á í raun ekkert eitt svar við þessu. Ég hef heldur aldrei sótt um hjá KMÍ þannig að ég hef ekki reynslu af þeirra meðhöndlun,“ segir Elsa hugsi. „Þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér það blasa við, að það þarf fyrst og fremst að stækka sjóðinn.“ Elsa mun ljúka námi frá Danska kvikmyndakskólanum árið 2017. „Ég stend væntanlega frammi fyrir því að sækja um styrk hjá KMÍ á næstu árum og finn að það kemur eitthvert fát á mig,“ svarar Elsa ögn hugsi. „Að ég þurfi hækju og á sérstökum björgunaraðgerðum að halda til að gera þau verkefni sem mig dreymir um? En gleymum ekki ósýnilega kynjakvótanum sem umlykur allt – sjálffílun karlanna frá upphafi alls og að eilífu amen. Það er þekkt í listheiminum að karlar lesi frekar bækur eftir karla. Skekkjuna er að finna í samfélaginu almennt. Á móti kemur að mér sýnist tölfræðin segja að þær fáu konur sem sækja um styrk séu líklegri til að hljóta hann en þeir fjölmörgu karlar sem sækja um. Mér finnst samt fyrst og fremst pirrandi að þurfa í alvöru að vera ennþá að ræða þessa hluti þegar hinn sanni áhugi minn liggur í kvikmyndagerðinni sjálfri. En þetta er raunverulegt og áþreifanlegt samfélagslegt vandamál engu að síður,“ segir Elsa alvarleg í bragði. Aðspurð hvort hennar sögur beri femínískan blæ þá stendur ekki á svari hjá Elsu: „Það er ekki meðvitað en stuttmyndin mín Megaphone tókst á við mál sem er femínískt.“ Myndin er fyrsta leikna stuttmynd Elsu og var sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim. „Mig langaði að fanga það sem getur gerst á milli tveggja einstaklinga í svefnherberginu þar sem siðferðismörkin verða skyndilega óljós og tilfinningarnar flækjast. Ég hef séð margar konur lýsa þessari upplifun í Beauty Tips-byltingunni, svipaðri reynslu og lýst er í stuttmyndinni,“ segir Elsa.rightElsa tók þátt í uppistandi með Uppistöðufélaginu í stuttan tíma. „Ég tók eftir að strákarnir áttu til að alhæfa um samfélagið, söguna, pólitík og stór kerfi á meðan stelpurnar áttu það frekar til að tala um líkama sinn, heimilið og börn og vinkla sitt sjónarhorn þaðan. Þess vegna held ég að Louis CK uppistandari hafi verið svona hressandi því hann fer þvert á hefðina sem feitur einstæður faðir. Uppistandarinn Amy Schumer er til dæmis að ná nýjum hæðum í konugríni. Kona sem talar út frá eigin reynslu er líklegast strax komin með femínískt sjónarhorn. Án þess að allar konur deili smekk og gildum. Mér finnst það áhugavert sjónarhorn og maður vinnur með það sem maður þekkir,“ segir Elsa.Bassaboxið á Ellefunni Elsa María er í sambúð með Þóri Snæ Sigurjónssyni kvikmyndaframleiðanda og eiganda ZikZak kvikmynda. „Við höfum ekki unnið það náið saman. Við ræðum auðvitað alls konar hugmyndir. Ég er samt ekki viss um að við viljum vinna náið saman í framtíðinni. Það eru svo mikil átök í þessu fagi að ég veit ekki hvort það væri á það bætandi,“ segir Elsa og hlær. Ástina fundu þau hvort í öðru uppi á hátalaraboxi á skemmtistaðnum Ellefunni á 27 ára afmælisdegi Elsu. „Ég átti afmæli og þá getur allt gerst,“ segir Elsa kímin. Það verður spennandi að fá að fylgjast með Elsu Maríu í framtíðinni. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Sjá meira
Elsa María Jakobsdóttir er ákveðin kona sem með einlægu augnaráði dregur upp úr öllum sem á vegi hennar verða þeirra hjartans mál. Elsa hefur einsett sér að segja sínar sögur á hvíta tjaldinu. Hún byrjaði í faginu sem aðstoðarmanneskja í Spaugstofunni. „Mig hafði dreymt um að vera á setti og sjá hvernig tökur á leiknu efni gengu fyrir sig,“ segir Elsa. Næst lá leið hennar í Kastljós, sem skrifta og síðar sem þáttastjórnandi. „Þetta var frábær tími og algjör forréttindi að byrja strax á að vinna með færasta fólkinu í blaðamennsku og dagskrárgerð,“ segir Elsa um hið dýrmæta veganesti sem samstarfsfólkið á RÚV veitti henni.Lars von Trier í klippiherberginu Elsa María stundar nú nám í leikstjórn við Den Danske Filmskole í Kaupmannahöfn. „Námið er í senn krefjandi og gefandi. Það er ómetanlegt að fá að æfa sig. Skólinn skaffar græjur, mannskap, leikara á launum, aðstöðu til eftirvinnslu og ómetanlega ráðgjöf. Við höfum fengið masterklassa hjá leikstjórum eins og Michael Haneke, Werner Herzog, Ulrich Seidl, Joshua Oppenheimer, Roy Anderson og fleirum. Ég hef ótrúlega gott af þessu,“ segir Elsa af einlægni.Elsa ásamt fjölskyldunni.rightAðeins sex nemendur eru teknir inn í skólann annað hvert ár sem þykir með bestu kvikmyndaskólum í Evrópu og hefur útskrifað leikstjóra á borð við Lars von Trier, Thomas Vinterberg, Susanne Bier, Lone Scherfig og Dag Kára. „Ég hafði gert mér grillur um að von Trier væri viðriðinn skólastarfið og var eðlilega mjög spennt að fá að hitta meistarann,“ segir Elsa og hlær. „Mér var hins vegar fljótt tjáð að von Trier hefði aldrei komið nálægt kennslu eftir að hann útskrifaðist sjálfur árið 1982,“ segir Elsa kímin. „En svo gerðist það í vetur að von Trier óskaði eftir að fá að hafa afskipti af skólastarfinu og hefur meðal annars kíkt í klipp til mín. Sem leiðbeinandi er hann gjafmildur á reynslu sína og næmur á verk nemenda. Hann hætti víst að drekka og vildi í framhaldinu deila reynslu sinni sem leikstjóri með yngri kynslóðum,“ segir Elsa. Framhald á samstarfinu er þó tvísýnt. „Hann lýsti því nýverið yfir í dönskum fjölmiðlum að hann væri farinn að drekka á ný til að skapa svo ég veit ekki hvað það þýðir,“ segir Elsa íbyggin á svip.Kynjakvóti og sjálffílun karlanna Þegar Elsa er spurð út í nýleg ummæli Baltasars Kormáks um kynjakvóta á styrkveitingar til kvenkyns leikstjóra kemur hik á hana. „Mér finnst fjölmiðlar ekki þurfa að eigna körlum kynjakvótann því þeirri umræðu hefur verið haldið á lofti af konum í faginu um langa hríð. Er hugmynd ekki gild fyrr en karlinn segir hana? Ég hef stutt handaflsaðgerðir þar sem kerfisbundnar villur eru svo rótgrónar að ekkert annað dugar til. Kerfisvillan er auðvitað sú að karlar eru alveg sjúkir í það sem aðrir karlar eru að gera. Þeir elska að heyra hvað aðrir karlar hafa til málanna að leggja því það rímar við það sem þeir sjálfir eru að fíla og þannig verður sjálffílunin algjör. Þetta er kallað að vera homosocial. En hvað er að gerast akkúrat núna í styrkveitingum? Á þessu ári veit ég af fleiri verkefnum í leikstjórn kvenna sem eru ýmist í eftirvinnslu eða með framleiðslustyrk sem þýðir að í pípunum eru alla vega fjórar kvikmyndir í leikstjórn kvenna sem við fáum á tjaldið á næstu tveimur árum. Þannig að það er ekki eins og það sé ekkert að breytast. Það lítur út fyrir að umræðan sé að skila sér og akkúrat núna hafi konum tekist að velta hlassinu – án inngrips – þrátt fyrir dúndrandi sjálffílunina og karla í krísu. Er það ekki dáldið geggjað?“ segir Elsa áköf.Elsa María stendur sig vel í vinnu.„Nú er ég að tala um leikið efni og þekki ekki nógu vel hvað er að gerast með heimildarmyndir og handritastyrki. Svo veit ég af mörgum hæfileikaríkum konum sem eru að koma upp úr kafinu,“ bætir hún við. „Þannig að kannski ættum við að gleyma þessum kvóta. Eru fordæmin og fyrirmyndirnar kannski að verða til einmitt núna? Eða er of bjartsýnt að halda það? Ég á í raun ekkert eitt svar við þessu. Ég hef heldur aldrei sótt um hjá KMÍ þannig að ég hef ekki reynslu af þeirra meðhöndlun,“ segir Elsa hugsi. „Þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér það blasa við, að það þarf fyrst og fremst að stækka sjóðinn.“ Elsa mun ljúka námi frá Danska kvikmyndakskólanum árið 2017. „Ég stend væntanlega frammi fyrir því að sækja um styrk hjá KMÍ á næstu árum og finn að það kemur eitthvert fát á mig,“ svarar Elsa ögn hugsi. „Að ég þurfi hækju og á sérstökum björgunaraðgerðum að halda til að gera þau verkefni sem mig dreymir um? En gleymum ekki ósýnilega kynjakvótanum sem umlykur allt – sjálffílun karlanna frá upphafi alls og að eilífu amen. Það er þekkt í listheiminum að karlar lesi frekar bækur eftir karla. Skekkjuna er að finna í samfélaginu almennt. Á móti kemur að mér sýnist tölfræðin segja að þær fáu konur sem sækja um styrk séu líklegri til að hljóta hann en þeir fjölmörgu karlar sem sækja um. Mér finnst samt fyrst og fremst pirrandi að þurfa í alvöru að vera ennþá að ræða þessa hluti þegar hinn sanni áhugi minn liggur í kvikmyndagerðinni sjálfri. En þetta er raunverulegt og áþreifanlegt samfélagslegt vandamál engu að síður,“ segir Elsa alvarleg í bragði. Aðspurð hvort hennar sögur beri femínískan blæ þá stendur ekki á svari hjá Elsu: „Það er ekki meðvitað en stuttmyndin mín Megaphone tókst á við mál sem er femínískt.“ Myndin er fyrsta leikna stuttmynd Elsu og var sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim. „Mig langaði að fanga það sem getur gerst á milli tveggja einstaklinga í svefnherberginu þar sem siðferðismörkin verða skyndilega óljós og tilfinningarnar flækjast. Ég hef séð margar konur lýsa þessari upplifun í Beauty Tips-byltingunni, svipaðri reynslu og lýst er í stuttmyndinni,“ segir Elsa.rightElsa tók þátt í uppistandi með Uppistöðufélaginu í stuttan tíma. „Ég tók eftir að strákarnir áttu til að alhæfa um samfélagið, söguna, pólitík og stór kerfi á meðan stelpurnar áttu það frekar til að tala um líkama sinn, heimilið og börn og vinkla sitt sjónarhorn þaðan. Þess vegna held ég að Louis CK uppistandari hafi verið svona hressandi því hann fer þvert á hefðina sem feitur einstæður faðir. Uppistandarinn Amy Schumer er til dæmis að ná nýjum hæðum í konugríni. Kona sem talar út frá eigin reynslu er líklegast strax komin með femínískt sjónarhorn. Án þess að allar konur deili smekk og gildum. Mér finnst það áhugavert sjónarhorn og maður vinnur með það sem maður þekkir,“ segir Elsa.Bassaboxið á Ellefunni Elsa María er í sambúð með Þóri Snæ Sigurjónssyni kvikmyndaframleiðanda og eiganda ZikZak kvikmynda. „Við höfum ekki unnið það náið saman. Við ræðum auðvitað alls konar hugmyndir. Ég er samt ekki viss um að við viljum vinna náið saman í framtíðinni. Það eru svo mikil átök í þessu fagi að ég veit ekki hvort það væri á það bætandi,“ segir Elsa og hlær. Ástina fundu þau hvort í öðru uppi á hátalaraboxi á skemmtistaðnum Ellefunni á 27 ára afmælisdegi Elsu. „Ég átti afmæli og þá getur allt gerst,“ segir Elsa kímin. Það verður spennandi að fá að fylgjast með Elsu Maríu í framtíðinni.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Sjá meira