Innlent

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa áhuga á að koma að nýjum meirihluta í Reykjavík

Randver Kári Randversson skrifar
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ásamt Áslaugu Friðriksdóttur og Hildi Sverrisdóttur.
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ásamt Áslaugu Friðriksdóttur og Hildi Sverrisdóttur.
„Það eru auðvitað vonbrigði að okkur skuli ekki hafa tekist að halda fimm fulltrúum. Það má segja að miðað við kannanir, sem sýndu okkur með þrjá menn, að þá sé í þessu ákveðin vörn“, segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að úrslit liggja fyrir.

Halldór túlkar úrslitin sem ákveðin vonbrigði en þar sem meirihlutinn sé fallinn þurfi að hugsa stöðuna upp á nýtt.

„Það eru mörg tíðindi í þessum úrslitum. Meirihlutinn er fallinn, með sjö menn, en var að mælast með níu, og var með níu. Þannig að það er komin upp ákveðin staða sem þarf að spila úr. Sjálfstæðisflokkurinn, eins og aðrir flokkar, hefur auðvitað áhuga á að koma að því að mynda hér starfhæfan og góðan meirihluta.“  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×