Innlent

Segir Þór Saari ýta undir fordóma

Bergþór G. Böðvarsson, fulltrúi notenda geðsviðs Landspítalans, er ósáttur við orðlag þingmannsins Þórs Saari um geðveikrahæli.
Bergþór G. Böðvarsson, fulltrúi notenda geðsviðs Landspítalans, er ósáttur við orðlag þingmannsins Þórs Saari um geðveikrahæli.
„Ég vil benda á að svona orðalag ýtir undir fordóma í samfélaginu. Það eru engar rannsóknir sem sína að fólk sem glímir við geðveiki eða sjúkdóm af því tagi sé eitthvað brjálaðra eða hættulegra en annað fólk," segir Bergþór G. Böðvarsson, fulltrúi notenda geðsviðs Landspítalans.

Rætt var við Þór Saari, þingmann Hreyfingarinnar, um ástandið í þjóðfélaginu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann meðal annars: „Það gengur ekki að hafa tugþúsundir manna niðri á Austurvelli öskrandi á Alþingishúsið og kastandi drasli í það. Þetta er ekki siðmenntað stjórnarfar. Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli."

Bergþór gerir athugasemd við þetta orðalag. „Ég held að það væri ráð að allir sem ekki þekkja til geðsjúkdóma, en þurfa að tjá sig um það, myndu gefa sér tíma til að fræðast áður en orðin eru látin falla."


Tengdar fréttir

„Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli“

„Það gengur ekki að hafa tugþúsundir manna niðri á Austurvelli öskrandi á Alþingishúsið og kastandi drasli í það. Þetta er ekki siðmenntað stjórnarfar. Þetta er eins og einhverskonar geðveikrahæli,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann á von á því borinn verði fram vantrautstillaga á ríkisstjórnina innan skamms. „Við sjáum furðulegar uppákomu eins og þegar maður gengur inn í Landsbankann með gjallarhorn og stendur uppi á borði og heimtar að fá að tala við bankastjórann. Svona hlutir eru orðnir daglegt brauð á Íslandi. Það er meira en lítið að hérna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×