Segir tilboð Bauhaus á grillum hlægileg Ingvar Haraldsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. júní 2015 15:05 Auglýsing Bauhaus á grillum hefur vakið athygli. vísir/pjetur „Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“ Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
„Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira