Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar dýrkeyptari en hrunið Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. apríl 2012 20:00 Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað." Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað."
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira