Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar dýrkeyptari en hrunið Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. apríl 2012 20:00 Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir forsætisráðherra leggja sig fram við að skapa klofning meðal þjóðarinnar. Hann segir tjónið af núverandi ríkisstjórn vera meira en tjónið af hruninu öllu. Framsóknarflokkurinn hélt miðstjórnarfund í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Í ræðu sinni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og sagði að henni hafi mistekist að bæta hag þjóðarinnar. „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu, þau klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist meira en það þurfti að gera - þegar allt kemur saman þá er það tjón meira en nam hruninu sjálfu," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Honum finnst orðræða stjórnvalda hafa afvegaleitt rökræðuna og ber hana saman við málflutning íslenskra kommúnista á millistríðsárunum. „Þegar meira að segja forsætisráðherra leggur sig fram við það að skapa klofning frekar en samstöðu og lýsir heilu stéttunum sem glæpamönnum, jafnvel undirstöðustéttum í samfélaginu, eins og í sjávarútvegi, það er ekki til þess fallið að byggja upp eða efla samfélagið," segir Sigmundur Davíð. Þá segir hann að nú, þegar ár er í kosningar, sé mikilvægt að halda vel á málum. „Maður er svo sem hættur að gera ráð fyrir að þessi ríkisstjórn falli, hún virðist ætla að sitja sama þó það gangi ekkert að innleiða stefnuna og stundum er bara gott að stefnan hafi ekki verið innleidd, en ég sé fyrir mér og vona að við munum nýta þetta ár í rökræðu um hvað eigi að taka við eftir kosningar og þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu," segir Sigmundur og bætir við: „Við viljum skapa festu við stjórn landsins og það sem ég tala töluvert um að ég hefði áhyggjur af það er hversu mikið orðræðan er notuð til að afvegaleiða rökræðuna; það er verið nota mjög fögur orð en raunverulegar efndir eru mjög takmarkaðar." Hann segir áhuga á fjárfestingum hafa verið mjög mikinn en engu að síður sé fjárfesting í sögulegu lágmarki. „Eingöngu vegna þess að stefna stjórnvalda, ekki hvað síst í skattamálum og orkumálum, er slík að það kemur í veg fyrir að öll þessi verkefni fari af stað."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira