Innlent

Segist ekki stöðva ESB-viðræður

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll ráðuneyti vinna að aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) í samræmi við ákvörðun Alþingis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni í tilefni af frétt Morgunblaðsins. Þar var haft eftir Evrópuþingmanni, sem sótti landið heim fyrir skömmu, að Jón hafi sagst ætla að stöðva viðræðurnar með því að stöðva umræður um landbúnað og sjávarútveg.

Jón segir það ekki rétt eftir haft, en undirstrikar að fyrirfram aðlögun að ESB gangi gegn samþykktum Alþingis.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×