Segja að íbúum stafi ekki hætta af mengun álversins Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 08:00 Umhverfisstofnun hefur fylgst með þróun flúormengunarinnar í Reyðarfirði frá árinu 2012 þegar losun álversins fór yfir leyfileg mörk samkvæmt starfsleyfi. Vísir/Valli „Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira