Segja að íbúum stafi ekki hætta af mengun álversins Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 08:00 Umhverfisstofnun hefur fylgst með þróun flúormengunarinnar í Reyðarfirði frá árinu 2012 þegar losun álversins fór yfir leyfileg mörk samkvæmt starfsleyfi. Vísir/Valli „Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúorlosunarinnar,“ segir Eiður Ragnarsson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar á nokkrum stöðum utan þynningarsvæðis álversins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mælingar af sex í grasi og fyrstu niðurstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veðurfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöðum í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Matvælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í andrúmslofti hafi hækkað en niðurstöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánudag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtækisins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira