Segja dæmda ofbeldismenn hafa greiðan aðgang að konum innan heilbrigðiskerfisins 22. apríl 2013 20:41 Rótin óttast að ofbeldismenn hafi greiðan aðgang að konum innan heilbrigðiskerfisins. Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda sendi í morgun erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðum til landlæknis. Félagið óttast að dæmdir ofbeldismenn hafi greiðan aðgang að ungum konum í heilbrigðiskerfinu og vitna meðal annars í dóm sem féll 11. þessa mánaðar þar sem karlmaður var dæmdur í fangelsi fyrir að beita átján ára stúlku hrottalegu ofbeldi, en þau kynntust inn á meðferðarstofnun. Í tilkynningu frá Rótinni segir meðal annars: Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“ Hægt er að lesa erindið í heild sinni hér fyrir neðan: „Hinn 11. þessa mánaðar féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur vegna hrottalegra ofbeldisglæpa gagnvart ungum konum. Hinn dæmdi, sem er 33 ára, hafði áður hlotið langa dóma vegna alvarlegra ofbeldisglæpa gagnvart konum. Í dómsorðinu kemur fram að hann hafi kynnst síðasta fórnarlambi sínu í áfengismeðferð. Þar er á ferð 18 ára stúlka sem hafði leitað sér meðferðar inni á meðferðarstofnun þar sem hún kynntist ofbeldismanninum. Um árás mannsins á þessa ungu konu stendur í dómsorði: „Var árásin hrottaleg og fallin til þess að valda brotaþola ótta um líf sitt.“ Ráð Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda hefur verulegar áhyggjur af því að dæmdir ofbeldismenn hafi aðgang að ungum konum, og veiku fólki almennt, innan heilbrigðiskerfisins. Líta verður til þess að stór hluti kvenna sem kemur til meðferðar á ofbeldissögu að baki og sú staðreynd gerir þennan hóp enn veikari fyrir hvers kyns valdbeitingu. Hið sama á að mörgu leyti við um unga menn. Ingólfur V. Gíslason orðar þetta svona í skýrslu sinni um Ofbeldi í nánum samböndum sem unnin var fyrir félags- og tryggingaráðuneytið: „Í fyrsta lagi er ofbeldi nokkuð sameiginleg reynsla kvenna sem leita á Vog, þær hafa langflestar verið beittar einhverju ofbeldi. Raunar var það samdóma álit viðmælenda, bæði á Vogi og í áhættumeðgöngunni hjá Landspítalanum, að konur sem væru í mikilli neyslu væru með ofbeldi sem „sjálfsagðan“ þátt í sínu lífi og raunar eitthvað sem þær upplifi yfirleitt ekki sem sitt megin vandamál. Þannig var talið að a.m.k. 70 – 80% þeirra kvenna sem stríddu við fíkn hefðu verið beittar einhverju ofbeldi.“ Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“ Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Sjá meira
Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda sendi í morgun erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðum til landlæknis. Félagið óttast að dæmdir ofbeldismenn hafi greiðan aðgang að ungum konum í heilbrigðiskerfinu og vitna meðal annars í dóm sem féll 11. þessa mánaðar þar sem karlmaður var dæmdur í fangelsi fyrir að beita átján ára stúlku hrottalegu ofbeldi, en þau kynntust inn á meðferðarstofnun. Í tilkynningu frá Rótinni segir meðal annars: Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“ Hægt er að lesa erindið í heild sinni hér fyrir neðan: „Hinn 11. þessa mánaðar féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur vegna hrottalegra ofbeldisglæpa gagnvart ungum konum. Hinn dæmdi, sem er 33 ára, hafði áður hlotið langa dóma vegna alvarlegra ofbeldisglæpa gagnvart konum. Í dómsorðinu kemur fram að hann hafi kynnst síðasta fórnarlambi sínu í áfengismeðferð. Þar er á ferð 18 ára stúlka sem hafði leitað sér meðferðar inni á meðferðarstofnun þar sem hún kynntist ofbeldismanninum. Um árás mannsins á þessa ungu konu stendur í dómsorði: „Var árásin hrottaleg og fallin til þess að valda brotaþola ótta um líf sitt.“ Ráð Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda hefur verulegar áhyggjur af því að dæmdir ofbeldismenn hafi aðgang að ungum konum, og veiku fólki almennt, innan heilbrigðiskerfisins. Líta verður til þess að stór hluti kvenna sem kemur til meðferðar á ofbeldissögu að baki og sú staðreynd gerir þennan hóp enn veikari fyrir hvers kyns valdbeitingu. Hið sama á að mörgu leyti við um unga menn. Ingólfur V. Gíslason orðar þetta svona í skýrslu sinni um Ofbeldi í nánum samböndum sem unnin var fyrir félags- og tryggingaráðuneytið: „Í fyrsta lagi er ofbeldi nokkuð sameiginleg reynsla kvenna sem leita á Vog, þær hafa langflestar verið beittar einhverju ofbeldi. Raunar var það samdóma álit viðmælenda, bæði á Vogi og í áhættumeðgöngunni hjá Landspítalanum, að konur sem væru í mikilli neyslu væru með ofbeldi sem „sjálfsagðan“ þátt í sínu lífi og raunar eitthvað sem þær upplifi yfirleitt ekki sem sitt megin vandamál. Þannig var talið að a.m.k. 70 – 80% þeirra kvenna sem stríddu við fíkn hefðu verið beittar einhverju ofbeldi.“ Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Sjá meira