Segja fjárfestingar Nubos skapa þúsund varanleg störf Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2011 19:42 Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. Skýrsla greiningardeildarinnar hefur ekki birst opinberlega áður en skýrslan var unnin á grundvelli upplýsinga sem hirst hafa opinberlega um áforum Nubos, en var ekki unnin í sérstöku samstarfi við hann eða ráðgjafa hans hér á landi. Til stendur að birta skýrsluna eftir helgi. Nubo hefur sjálfur sagt að fjárfesting hans hér á landi muni nema 20-30 milljörðum króna fái hann grænt ljós frá stjórnvöldum, en þar af eru 10 milljarðar króna sem fara í uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum. Fram kemur í skýrslunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að ætla megi að fjárfesting í lúxushóteli fyrir 20-30 milljarða króna skapi um 1200-1600 ársverk á framkvæmdatíma. Þá muni bygging 300 herbergja lúxushótels skapa varanleg störf fyrir 600 manns, en til samanburðar vinna um 500 manns í álverinu á Reyðarfirði. Endanleg störf tengd hótelum gætu orðið eitt þúsund. Framkvæmdin muni jafnframt skapa störf þar sem fyrirsjáanlegt er að þörfin sé mest. Bygging Hörpu hafi skapað um 700 tímabundin störf en greining Arion banka telur að ef af framkvæmdum Nubos verði muni þær vera a.m.k á við eina Hörpu. Þá ætlar greiningardeildin að gjaldeyrissköpunin verði á bilinu 8-10 milljarðar króna meðan á framkvæmdunum stendur. Að gefnum ákveðnum forsendum telur greiningardeild að lúxushótel Nubos með 500 herbergjum gæti skilað aukningu í gjaldeyristekjum upp á 12 milljarða króna á ári. Þá telur greiningardeildin að áhrifin af hótelframkvæmdum gætu orðið svipuð og áhrifin af byggingu Hörpu. Fjármagnið komi þar að auki að utan, sem er auðvitað kostur. Séu niðurstöður greiningardeildarinnar samandregnar er erfitt að draga aðra ályktun en að fjárfesting Nubos mun hafa jákvæðar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hins vegar er ljóst að líklega er meiri upplýsinga þörf til að skapa sátt um fjárfestingar hans hér á landi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Fjárfestingar Kínverjans Huang Nubos munu skapa sjö hundruð störf í greinum þar sem atvinnuleysi er mest. Þá munu þær skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi og tólf milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem hefur unnið sérstaka skýrslu um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. Skýrsla greiningardeildarinnar hefur ekki birst opinberlega áður en skýrslan var unnin á grundvelli upplýsinga sem hirst hafa opinberlega um áforum Nubos, en var ekki unnin í sérstöku samstarfi við hann eða ráðgjafa hans hér á landi. Til stendur að birta skýrsluna eftir helgi. Nubo hefur sjálfur sagt að fjárfesting hans hér á landi muni nema 20-30 milljörðum króna fái hann grænt ljós frá stjórnvöldum, en þar af eru 10 milljarðar króna sem fara í uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum. Fram kemur í skýrslunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að ætla megi að fjárfesting í lúxushóteli fyrir 20-30 milljarða króna skapi um 1200-1600 ársverk á framkvæmdatíma. Þá muni bygging 300 herbergja lúxushótels skapa varanleg störf fyrir 600 manns, en til samanburðar vinna um 500 manns í álverinu á Reyðarfirði. Endanleg störf tengd hótelum gætu orðið eitt þúsund. Framkvæmdin muni jafnframt skapa störf þar sem fyrirsjáanlegt er að þörfin sé mest. Bygging Hörpu hafi skapað um 700 tímabundin störf en greining Arion banka telur að ef af framkvæmdum Nubos verði muni þær vera a.m.k á við eina Hörpu. Þá ætlar greiningardeildin að gjaldeyrissköpunin verði á bilinu 8-10 milljarðar króna meðan á framkvæmdunum stendur. Að gefnum ákveðnum forsendum telur greiningardeild að lúxushótel Nubos með 500 herbergjum gæti skilað aukningu í gjaldeyristekjum upp á 12 milljarða króna á ári. Þá telur greiningardeildin að áhrifin af hótelframkvæmdum gætu orðið svipuð og áhrifin af byggingu Hörpu. Fjármagnið komi þar að auki að utan, sem er auðvitað kostur. Séu niðurstöður greiningardeildarinnar samandregnar er erfitt að draga aðra ályktun en að fjárfesting Nubos mun hafa jákvæðar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hins vegar er ljóst að líklega er meiri upplýsinga þörf til að skapa sátt um fjárfestingar hans hér á landi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira