Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk 10. september 2011 05:00 Forstöðumaður safnaðarins segir starfið við viðbygginguna að langmestu leyti unnið í sjálfboðavinnu. Hinir 300 meðlimir trúfélagsins verði einfaldlega að leggja harðar að sér fyrst borgin neiti félaginu um styrk. Fréttablaðið/Valli „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
„Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. Kirkjubyggingasjóður samþykkti í júní að veittir yrðu átta styrkir. Íslenska Kristskirkjan skyldi fá 700 þúsund krónur vegna viðbyggingar. Borgarráð vísaði málinu hins vegar til skoðunar hjá Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra borgarinnar, vegna gruns um að stefna trúfélagsins samræmdist ekki mannréttindastefnu borgarinnar. „Á heimasíðu safnaðarins er að að finna grein þar sem mörg dæmi eru um þá skoðun forstöðumanns safnaðarins að samkynhneigð sé óeðlileg, að hún sé synd og að það að samþykkja samkynhneigð sé í sjálfu sér að samþykkja þjófnað eða lygar," segir í umsögn Önnu, sem mælti gegn styrkveitingunni. Því ákvað stjórn Kirkjubyggingasjóðs að strika söfnuðinn út af listanum fyrir styrkþega að þessu sinni. Í greininni sem Anna vísar til segir Friðrik Schram að uppvaxandi kynslóð þarfnist góðrar fyrirmyndar. „Stöndum því vörð um unga drengi og stúlkur, að enginn dragi þau, viðkvæmar sálir, á tálar og leiði til samkynhneigðar og/eða saurlifnaðar hverju nafni sem hann nefnist," segir safnaðarpresturinn meðal annars. Friðrik segir ljóst að mannréttindaskrifstofan hafi fundið eitthvað sem henni líki ekki við. „Þau í mannréttindaráðinu eru í raun búin að að búa til sínar eigin mannréttindareglur sem þau ætla okkur öllum að fara eftir. Þessar reglur bitna á okkur því við höfum þá skoðun sem hefur verið kirkjuleg skoðun í tvö þúsund ár. Algjör minnihluti kristinna kirkna í heiminum aðhyllist aðra skoðun," segir Friðrik, sem finnst söfnuði sínum mismunað. Skýringa verði leitað. „Við höfum ákveðna skoðun í siðferðismálum og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar álítur að okkar skoðun sé svo vond að það sé ekki hægt að veita okkur smá styrk en það megi styðja aðra." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs sem í fyrradag staðfesti breytta tillögu Kirkjubyggingasjóðs, segir málið vissulega óvenjulegt. „En þarna vöknuðu spurningar og því var tillögu Kirkjubyggingasjóðs vísað til mannréttindastjóra með þessari niðurstöðu," segir Dagur. gar@frettabladid.isAnna KristinsdóttirDagur B. Eggertsson
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira