Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Jóhannes Stefánsson skrifar 9. febrúar 2014 21:00 Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð? Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð?
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira