Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Bjarki Ármannsson skrifar 4. apríl 2016 19:02 Skipuleggjendur mótmælafundar á Austurvelli í kvöld segja um 22 þúsund manns hafa mætt, samkvæmt sinni talningu, til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segi af sér. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 fyrir stuttu sagði Sara Elísa Þórðardóttir, einn skipuleggjenda, að um 22 þúsund hefðu mætt og mótmælt friðsællega.Arnar Rúnar Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að samkvæmt talningu lögreglu á sjötta tímanum hefðu um átta til níu þúsund manns verið á Austurvelli. Mikið flæði hefði þó verið á fólki og ekki ólíklegt að heildarfjöldinn í miðbænum hefði verið um tíu til fimmtán þúsund manns. Hann lagði áherslu á að hann véfengdi alls ekki tölur mótmælenda enda hefði verið töluverður straumur hjá fólki í gegnum Austurvöll. Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. Arnar sagði að mótmælin væru alls ekki róleg, fólk hefði kastað hlutum í Alþingishúsið og bönunum og öðru verið kastað að lögreglumönnum. Enginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. Fyrr í dag var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið.Viðtalið við Arnar Rúnar má sjá í spilaranum að ofan.22,547 manns taldir kl 17.30. Þá komst fólk ekki lengur að og stóð í hundruða, ef ekki þúsundatali fyrir utan Austurvöll. Talið á öllum fjórum inngöngum frá kl. 16.30.Posted by Daði Ingólfsson on 4. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Skipuleggjendur mótmælafundar á Austurvelli í kvöld segja um 22 þúsund manns hafa mætt, samkvæmt sinni talningu, til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segi af sér. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 fyrir stuttu sagði Sara Elísa Þórðardóttir, einn skipuleggjenda, að um 22 þúsund hefðu mætt og mótmælt friðsællega.Arnar Rúnar Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að samkvæmt talningu lögreglu á sjötta tímanum hefðu um átta til níu þúsund manns verið á Austurvelli. Mikið flæði hefði þó verið á fólki og ekki ólíklegt að heildarfjöldinn í miðbænum hefði verið um tíu til fimmtán þúsund manns. Hann lagði áherslu á að hann véfengdi alls ekki tölur mótmælenda enda hefði verið töluverður straumur hjá fólki í gegnum Austurvöll. Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. Arnar sagði að mótmælin væru alls ekki róleg, fólk hefði kastað hlutum í Alþingishúsið og bönunum og öðru verið kastað að lögreglumönnum. Enginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. Fyrr í dag var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið.Viðtalið við Arnar Rúnar má sjá í spilaranum að ofan.22,547 manns taldir kl 17.30. Þá komst fólk ekki lengur að og stóð í hundruða, ef ekki þúsundatali fyrir utan Austurvöll. Talið á öllum fjórum inngöngum frá kl. 16.30.Posted by Daði Ingólfsson on 4. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira