Segja umdeilt ákvæði í frumvarpi um ÁTVR ekki standast lög Brjánn Jónasson skrifar 10. desember 2013 11:38 Berir leggir á þessari síder-dós þóttu hafa kynferðislega skírskotun og voru bannaðir. Því banni var hnekkt með dómi. Ákvæði í stjórnarfrumvarpi sem heimilar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) að hafna því að taka vörur í sölu ef umbúðir þeirra líkjast umbúðum óáfengra drykkja stenst ekki lög að mati Félags atvinnurekenda. ÁTVR fær meðal annars heimild til að neita að taka í sölu áfengi sé óáfengur drykkur í svipuðum umbúðum til sölu eða auglýstur hér á landi verði stjórnarfrumvarp um áfengisverslun að lögum. Ákvæðið er kallað keimlíkindaákvæði. Tilgangurinn með keimlíkindaákvæðinu er meðal annars að stemma stigu við því að hægt sé að sniðganga bann við áfengisauglýsingum með því að auglýsa óáfenga drykki sem eru í líkum umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangurinn er líka sá að koma í veg fyrir að fólk ruglist á áfengri vöru og óáfengri og neyti þar með áfengis fyrir misgáning. „Verði fyrirhugað keimlíkindaákvæði að lögum má ljóst vera að framleiðendur áfengra og óáfengra drykkja munu þurfa að velja á milli þess að markaðssetja áfenga vöru eða óáfenga á Íslandi,“ segir í umsögn Félags atvinnurekenda um stjórnarfrumvarpið. Þar með verði önnur varan útilokuð frá íslenskum markaði þrátt fyrir að vera lögleg á evrópska efnahagssvæðinu. Það þýði að ákvæðið sjálft sé ólögmætt. Keimlíkindaákvæðið er svohljóðandi: „ÁTVR er heimilt að hafna áfengi ef umbúðir þess líkjast í helstu meginatriðum öðrum vörum sem boðnar eru til sölu eða auglýstar á almennum markaði hér á landi, svo sem með notkun sama forms, umbúðaefnis, vörumerkis, myndmáls, texta, litavals eða leturgerðar.“ Þetta er að mati Félags atvinnurekenda of víðtækt og óskýrt til að það geti takmarkað atvinnu- og tjáningarfrelsi í landinu. Félagið telur að efnahags- og viðskiptanefnd eigi ekki aðra kosti en að fella út umrætt ákvæði. Samtök iðnaðarins taka í sama streng, og hvetja til þess að ákvæðið verði fellt út úr frumvarpinu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir miklar umræður hafa verið um þetta ákvæði á fundi nefndarinnar í gær. „Við ætlum að velta þessu rækilega fyrir okkur, þetta virðist ekki vera nógu skýrt,“ segir Frosti. Áfram verði fjallað um málið í nefndinni á komandi ári.Myndu sennilega breyta umbúðum Í svari Vífilfells við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi verið lagt mat á það hvort lagabreyting eins og sú sem um er rætt kalli á breytingar á umbúðum hjá Vífilfelli. Stefna fyrirtækisins sé þó að vörur félagsins „uppfylli á hverjum tíma í hvívetna réttmætar kröfur sem leiddar verða af gildandi lögum og reglum“. Vífilfell myndi þannig „að öllum líkindum breyta umbúðum ef þess gerðist þörf frekar en að taka léttöl úr sölu“ til að mæta þörfum neytenda.Víti að varast við hönnun umbúðaSamkvæmt frumvarpinu má ÁTVR hafna því að selja áfengistegund vegna umbúða eða markaðssetningar af ýmsum ástæðum. Til dæmis ef varan:Höfðar sérstaklega til barna eða ungmenna.Gefur til kynna að áfengið auki líkamlega, andlega eða félagslega getu.Hvetur til óhóflegrar neyslu áfengis.Hvetur til refsiverðrar háttsemi, til dæmis neyslu ólöglegra fíkniefna.Er í svipuðum umbúðum og önnur vara á almennum markaði hér á landi.Inniheldur koffín eða önnur örvandi efni. Nokkur gildandi ákvæði eru felld úr gildi með frumvarpinu. Til dæmis þau sem leyfa ÁTVR að hafna tegundum ef varan:Inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar.Særir blygðunarkennd eða brýtur í bága við almennt velsæmi.Hefur skírskotun til trúar, stjórnmálaskoðana eða mismununar. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Ákvæði í stjórnarfrumvarpi sem heimilar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) að hafna því að taka vörur í sölu ef umbúðir þeirra líkjast umbúðum óáfengra drykkja stenst ekki lög að mati Félags atvinnurekenda. ÁTVR fær meðal annars heimild til að neita að taka í sölu áfengi sé óáfengur drykkur í svipuðum umbúðum til sölu eða auglýstur hér á landi verði stjórnarfrumvarp um áfengisverslun að lögum. Ákvæðið er kallað keimlíkindaákvæði. Tilgangurinn með keimlíkindaákvæðinu er meðal annars að stemma stigu við því að hægt sé að sniðganga bann við áfengisauglýsingum með því að auglýsa óáfenga drykki sem eru í líkum umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangurinn er líka sá að koma í veg fyrir að fólk ruglist á áfengri vöru og óáfengri og neyti þar með áfengis fyrir misgáning. „Verði fyrirhugað keimlíkindaákvæði að lögum má ljóst vera að framleiðendur áfengra og óáfengra drykkja munu þurfa að velja á milli þess að markaðssetja áfenga vöru eða óáfenga á Íslandi,“ segir í umsögn Félags atvinnurekenda um stjórnarfrumvarpið. Þar með verði önnur varan útilokuð frá íslenskum markaði þrátt fyrir að vera lögleg á evrópska efnahagssvæðinu. Það þýði að ákvæðið sjálft sé ólögmætt. Keimlíkindaákvæðið er svohljóðandi: „ÁTVR er heimilt að hafna áfengi ef umbúðir þess líkjast í helstu meginatriðum öðrum vörum sem boðnar eru til sölu eða auglýstar á almennum markaði hér á landi, svo sem með notkun sama forms, umbúðaefnis, vörumerkis, myndmáls, texta, litavals eða leturgerðar.“ Þetta er að mati Félags atvinnurekenda of víðtækt og óskýrt til að það geti takmarkað atvinnu- og tjáningarfrelsi í landinu. Félagið telur að efnahags- og viðskiptanefnd eigi ekki aðra kosti en að fella út umrætt ákvæði. Samtök iðnaðarins taka í sama streng, og hvetja til þess að ákvæðið verði fellt út úr frumvarpinu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir miklar umræður hafa verið um þetta ákvæði á fundi nefndarinnar í gær. „Við ætlum að velta þessu rækilega fyrir okkur, þetta virðist ekki vera nógu skýrt,“ segir Frosti. Áfram verði fjallað um málið í nefndinni á komandi ári.Myndu sennilega breyta umbúðum Í svari Vífilfells við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi verið lagt mat á það hvort lagabreyting eins og sú sem um er rætt kalli á breytingar á umbúðum hjá Vífilfelli. Stefna fyrirtækisins sé þó að vörur félagsins „uppfylli á hverjum tíma í hvívetna réttmætar kröfur sem leiddar verða af gildandi lögum og reglum“. Vífilfell myndi þannig „að öllum líkindum breyta umbúðum ef þess gerðist þörf frekar en að taka léttöl úr sölu“ til að mæta þörfum neytenda.Víti að varast við hönnun umbúðaSamkvæmt frumvarpinu má ÁTVR hafna því að selja áfengistegund vegna umbúða eða markaðssetningar af ýmsum ástæðum. Til dæmis ef varan:Höfðar sérstaklega til barna eða ungmenna.Gefur til kynna að áfengið auki líkamlega, andlega eða félagslega getu.Hvetur til óhóflegrar neyslu áfengis.Hvetur til refsiverðrar háttsemi, til dæmis neyslu ólöglegra fíkniefna.Er í svipuðum umbúðum og önnur vara á almennum markaði hér á landi.Inniheldur koffín eða önnur örvandi efni. Nokkur gildandi ákvæði eru felld úr gildi með frumvarpinu. Til dæmis þau sem leyfa ÁTVR að hafna tegundum ef varan:Inniheldur gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar.Særir blygðunarkennd eða brýtur í bága við almennt velsæmi.Hefur skírskotun til trúar, stjórnmálaskoðana eða mismununar.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira