Seinheppnir afbrotamenn í undarlegri atburðarás á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2016 13:30 Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Vísir/Pjetur Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira