Seinlegt og erfitt að hreinsa tyggjóklessur Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Starfsmenn véladeildar Reykjavíkurborgar nýta sér veðurblíðu í janúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Borgarstarfsmenn sem annars hefðu rutt snjó af götum nýta hlýindi í febrúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum Reykjavíkur. „Véladeildin hjá okkur annast þessi þrif. Þeir finna núna svigrúm til að hlaupa í þetta," segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. „Segja má að þetta sé stund milli stríða, þótt auðvitað sé þetta töluvert stríð að eiga við tyggjóklessurnar." Jón Halldór segir misjafnt eftir svæðum hversu hratt menn komast yfir við þrifin. Að jafnaði nái tveir menn með sérhæfð tæki að þrífa klessur af sem nemur 200 fermetrum á dag. „Þeir mældu þetta um daginn og voru þá einn og hálfan dag með 300 fermetra. Þetta er seinlegt, en við reynum bara að gera þetta vel." Meðan veður leyfir á að halda áfram að þrífa tyggjóklessur af götum borgarinnar, samkvæmt Jóni Halldóri. Ekki veiti hins vegar af því að biðla til borgaranna um aðstoð því þeir sem standa í þrifunum sjái að klessur séu fljótar að koma aftur á svæði sem nýbúið er að hreinsa. „Og svona ætlum við að halda áfram og taka hvert svæðið á fætur öðru, en um leið og fer að snjóa fer þessi sami mannskapur strax í að ryðja snjóinn." Allnokkur fyrirtæki taka að sér að hreinsa tyggjóklessur af stéttum. Gísli Óskarsson, verkefnastjóri hjá Hreinsitækni, segir mjög misjafnt eftir svæðum og stærð verkefna hver kostnaður sé við hreinsunina. „Það er þá sett eitthvað tímaverð á minni verkefni," segir hann, en kveður um leið alveg óhætt að reikna með að hreinsun á stærri svæðum kosti 250 til 300 krónur á fermetrann. Er þá gert ráð fyrir gufuþvotti með lágþrýstingi til að stéttin verði eins og ný. Hætt sé við að háþrýstiþvottur geri ekki annað en að losa upp tyggjóklessuna og þá verði eftir svartur blettur í stéttinni. Tengdar fréttir Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992 Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráðamönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum. 13. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Borgarstarfsmenn sem annars hefðu rutt snjó af götum nýta hlýindi í febrúar til að hreinsa tyggjóklessur af götum Reykjavíkur. „Véladeildin hjá okkur annast þessi þrif. Þeir finna núna svigrúm til að hlaupa í þetta," segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. „Segja má að þetta sé stund milli stríða, þótt auðvitað sé þetta töluvert stríð að eiga við tyggjóklessurnar." Jón Halldór segir misjafnt eftir svæðum hversu hratt menn komast yfir við þrifin. Að jafnaði nái tveir menn með sérhæfð tæki að þrífa klessur af sem nemur 200 fermetrum á dag. „Þeir mældu þetta um daginn og voru þá einn og hálfan dag með 300 fermetra. Þetta er seinlegt, en við reynum bara að gera þetta vel." Meðan veður leyfir á að halda áfram að þrífa tyggjóklessur af götum borgarinnar, samkvæmt Jóni Halldóri. Ekki veiti hins vegar af því að biðla til borgaranna um aðstoð því þeir sem standa í þrifunum sjái að klessur séu fljótar að koma aftur á svæði sem nýbúið er að hreinsa. „Og svona ætlum við að halda áfram og taka hvert svæðið á fætur öðru, en um leið og fer að snjóa fer þessi sami mannskapur strax í að ryðja snjóinn." Allnokkur fyrirtæki taka að sér að hreinsa tyggjóklessur af stéttum. Gísli Óskarsson, verkefnastjóri hjá Hreinsitækni, segir mjög misjafnt eftir svæðum og stærð verkefna hver kostnaður sé við hreinsunina. „Það er þá sett eitthvað tímaverð á minni verkefni," segir hann, en kveður um leið alveg óhætt að reikna með að hreinsun á stærri svæðum kosti 250 til 300 krónur á fermetrann. Er þá gert ráð fyrir gufuþvotti með lágþrýstingi til að stéttin verði eins og ný. Hætt sé við að háþrýstiþvottur geri ekki annað en að losa upp tyggjóklessuna og þá verði eftir svartur blettur í stéttinni.
Tengdar fréttir Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992 Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráðamönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum. 13. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Tyggjó var bannað í Singapúr árið 1992 Mikill óþrifnaður af völdum jórturleðurs hafði um árabil verið ráðamönnum í Singapúr þyrnir í augum áður en til þess kom að innflutningur og sala þess var alfarið bönnuð árið 1992, að viðlögðum fésektum. 13. febrúar 2013 06:00