Sekt hinna saklausu Óttar M. Norðfjörð skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Á hverjum degi erum við kaffærð í fréttum. Flestar fara inn um annað eyrað og út um hitt, en ein hefur haldist lengi í höfðinu á mér. Fréttin fjallaði um heimilisofbeldi. Samkvæmt henni beitir sjötti hver karlmaður konuna sína ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru rúm 16%. Ég á sex karlkyns vini. Tölfræðin segir mér að einn þeirra beiti konuna sína ofbeldi. Karlmenn koma ekki vel út úr hvers kyns tölfræði. Við deyjum fyrr en konur, fáum undarlega há laun miðað við þær, og svo erum við líka ofbeldisfyllri. Yfir 80% heimilisofbeldis eru af völdum karlmanna. Yfir 80% kærðra nauðgana eru af hendi karlmanna. Einræðisherrar eru í 100% tilvikum karlmenn (ég man ekki eftir einni „einræðisfrú"). Karlmenn, kannski hljómar þetta öfgafullt, en sú staðreynd að við erum karlmenn gerir okkur að sökudólgum. Hvers vegna? Því annað hvort ert þú einn þessara 16% karlmanna sem beita konur ofbeldi. Við þig vil ég einfaldlega segja: Éttu skít. Eða þú ert einn hinna karlmannanna, og við erum sem betur fer í miklum meirihluta eða 84%. Við þig segi ég: Einhver vina þinna er að beita konuna sína ofbeldi. Þótt þú neitir að trúa því, þá sýnir tölfræðin það. Og það er í þínum verkahring að gera eitthvað í málinu. Þótt þú tilheyrir þessum 84% ertu ekki saklaus, því stundum er aðgerðarleysi líka glæpur. Að ójafnrétti og ofbeldi þrífist í samfélagi okkar er ekki bara sumum að kenna, það er öllum að kenna. Líka þér. Karlmenn, þorum að tala gegn misrétti þegar við verðum þess varir. Að þegja og líta undan jafngildir samþykki. Þorum að þagga niður í karlrembunum í kringum okkur og koma þeim þangað sem þær eiga heima - á fornminjasafn. Þorum að spyrja ef okkur grunar vafasama hegðun heima hjá vini okkar, því ef við gerum það ekki erum við að leggja blessun okkar yfir ofbeldi og óréttlæti. Ef aftur á móti allir láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni - þar á meðal þú - getur Ísland orðið enn betra samfélag til að búa í. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverjum degi erum við kaffærð í fréttum. Flestar fara inn um annað eyrað og út um hitt, en ein hefur haldist lengi í höfðinu á mér. Fréttin fjallaði um heimilisofbeldi. Samkvæmt henni beitir sjötti hver karlmaður konuna sína ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru rúm 16%. Ég á sex karlkyns vini. Tölfræðin segir mér að einn þeirra beiti konuna sína ofbeldi. Karlmenn koma ekki vel út úr hvers kyns tölfræði. Við deyjum fyrr en konur, fáum undarlega há laun miðað við þær, og svo erum við líka ofbeldisfyllri. Yfir 80% heimilisofbeldis eru af völdum karlmanna. Yfir 80% kærðra nauðgana eru af hendi karlmanna. Einræðisherrar eru í 100% tilvikum karlmenn (ég man ekki eftir einni „einræðisfrú"). Karlmenn, kannski hljómar þetta öfgafullt, en sú staðreynd að við erum karlmenn gerir okkur að sökudólgum. Hvers vegna? Því annað hvort ert þú einn þessara 16% karlmanna sem beita konur ofbeldi. Við þig vil ég einfaldlega segja: Éttu skít. Eða þú ert einn hinna karlmannanna, og við erum sem betur fer í miklum meirihluta eða 84%. Við þig segi ég: Einhver vina þinna er að beita konuna sína ofbeldi. Þótt þú neitir að trúa því, þá sýnir tölfræðin það. Og það er í þínum verkahring að gera eitthvað í málinu. Þótt þú tilheyrir þessum 84% ertu ekki saklaus, því stundum er aðgerðarleysi líka glæpur. Að ójafnrétti og ofbeldi þrífist í samfélagi okkar er ekki bara sumum að kenna, það er öllum að kenna. Líka þér. Karlmenn, þorum að tala gegn misrétti þegar við verðum þess varir. Að þegja og líta undan jafngildir samþykki. Þorum að þagga niður í karlrembunum í kringum okkur og koma þeim þangað sem þær eiga heima - á fornminjasafn. Þorum að spyrja ef okkur grunar vafasama hegðun heima hjá vini okkar, því ef við gerum það ekki erum við að leggja blessun okkar yfir ofbeldi og óréttlæti. Ef aftur á móti allir láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni - þar á meðal þú - getur Ísland orðið enn betra samfélag til að búa í. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland & Orkuskiptin: Styðjum Þróun á Jarðhita & Alþjóðlegt Samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun