Erlent

Sekta þá sem klára ekki matinn sinn

Viðskiptavinir veitingastaðarins skulu njóta þess matar sem staðurinn hefur að bjóða.
Viðskiptavinir veitingastaðarins skulu njóta þess matar sem staðurinn hefur að bjóða. Mynd úr safni
Veitingastaður í Saudi-Arabíu hefur tekið upp á því að sekta viðskiptavini sína ef þeir klára ekki matinn sem þeir panta. Eigendur staðarins segja þessa nýstárlegu viðskiptahætti hugsaða til að hvetja fólk til að eyða ekki of miklu í mat og gerast ekki of djarfir í pöntunum.

„Eftir að hafa fylgst með fréttum af hungursneyðinni í Afríku viljum við bara sjá til þess að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það pantar sér alltof mikinn mat," sagði eigandi staðarins.

Fjárhæð sektarinnar ræðst af því hve mikinn mat gestirnir skilja eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×