Innlent

Seldi blíðu sína á Laugaveginum: 21 fyrir dóm vegna vændiskaupa

Kristján Hjálmarsson skrifar
Þingfesting í máli 21 meints vændiskaupanda fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þinghaldið var lokað en samkvæmt heimildum Vísis snúa málin að 21 karlmanni. Mennirnir eru taldir hafa greitt fyrir vændi hjá konu í húsi við Laugaveg.

Dómarinn ákvað að hafa þinghaldið lokað og því eru ákærur ekki gerðar opinberar. Rúmlega þrjátíu mál vegna vændiskaupa hafa komið fyrir dómstóla á síðustu vikum. Auk málanna sem komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag komu tíu mál fyrir Héraðsdóm Reykjaness í lok október.

Þá voru vændiskaupendur sektaðir um 100 þúsund krónur fyrir hvert skipti sem þeir greiddu fyrir vændi.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×