Selfoss og Keflavík munu falla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2012 07:00 Guðjón Þórðarson er mættur aftur til starfa í efstu deild og það gleður marga knattspyrnuáhugamenn.fréttablaðið/daníel Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira