Innlent

Seljalandsfoss umturnaðist í óveðrinu

Seljalandsfoss í dag.
Seljalandsfoss í dag. Myndir/sólveig pálmadóttir
„Þetta var alveg rosalega flott," segir Sólveig Pálmadóttir, íbúi í Fljótshlíð, sem náði hreint út sagt ótrúlegum myndum af Seljalandsfossi í dag. Mikill vindur var á svæðinu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

„Við erum með fjórhjólaferðir og höfum oft farið þarna inn eftir, en við höfum aldrei séð fossinn svona. Við erum bæði með ljósmyndadellu og ákváðum að sjálfsögðu að taka myndir af þessu," segir Sólveig og tekur fram að myndirnar séu ekta.

„Þetta er allt tekið á "auto-stillingu" á myndavélinni minni sem ég kann ekkert á. Þetta er ekki unnið í Photoshop, ég kann ekkert á það," segir hún hlæjandi.

Hún segir að fjöldi ferðmanna hafi stoppað við fossinn. „Það voru svona tíu bílar þarna. Fólk var þarna eingöngu til að taka myndir. Þetta vakti mikinn áhuga hjá fólki."

Myndirnar af Seljalandsfossi í dag er hægt að sjá hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×