Lífið

Semja handrit að hrollvekju

Gaukur Úlfarsson og Óttar M. Norðfjörð eru að semja kvikmyndahandrit að hrollvekju.
Gaukur Úlfarsson og Óttar M. Norðfjörð eru að semja kvikmyndahandrit að hrollvekju. Mynd/GVA
Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson og rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð eru að semja kvikmyndahandrit að hrollvekju sem Gaukur ætlar að leikstýra.

„Hann hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á einhverju svona samstarfi,“ segir Gaukur um handritaskrifin með Óttari. „Ég hef ekki lesið neinn af reyfurunum hans. Ég hef bara lesið alvarlegu bækurnar hans og mér finnst þær mjög skemmtilegar. Svo er hann líka ótrúlega klár og sniðugur gaur,“ segir Gaukur.

Að sögn Óttars er sagan tilbúin og næst á dagskrá er að fara út úr bænum á sunnudaginn og skrifa sjálft handritið. „Þetta er á upphafsstigi en vonandi kemur eitthvað skemmtilegt út úr þessu,“ segir hann. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég skrifa náið með leikstjóra, sem er mjög skemmtilegt vinnuferli. Ég kem úr rithöfundaheiminum og er alltaf einn með bækurnar mínar. Það er fínt að vera með leikstjóra með sér allan tímann. Þetta er skemmtileg nýbreytni.“

Óttar segir að undarlega lítið hafi verið um íslenskar hrollvekjur bæði í kvikmyndum og bókmenntum í gegnum tíðina. „Það er dálítið fyndið að þessi krimmaalda hafi átt sér stað á Íslandi því eins og ég lít á það finnst mér íslenskt landslag bjóða mikið upp á hrollvekjur.“ -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×