Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2014 07:00 Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi fékk ekki boðsmiða á Timberlake og fór þá að hugsa um hvort eðlilegt væri að bæjarfulltrúar þæðu frímiða frá Senu. Fréttablaðið/Valli Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæjarfulltrúana og sagði frá boðsmiðunum. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum um það hverjir fengu frímiðana og hversu marga frímiða hver og einn fékk til ráðastöfunar. Upplýsingafulltrúi bæjarins segir bæjarstjórann í fríi og að þessum spurningum verði því ekki svarað fyrr en eftir helgi. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um sama efni á bæjarráðsfundi á miðvikudag. Hann vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða. „Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins,“ segir Sigurjón og vitnar í gildandi siðareglur bæjarins.Gríðar góð stemning var á tónleikum með Justin Timberlake í Kópavogi.Fréttablaðið/Andri„Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu,“ les Sigurjón upp úr siðareglunum, sem hann kveður ná jafnt til bæjarfulltrúa sem stjórnenda bæjarins. „Svona hlutir þurfa að vera á hreinu ef Kórinn á að vera notaður til framtíðar í þessum tilgangi,“ bætir Sigurjón við. „Það hefði verið eðlilegra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Timberlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika.“ Sigurjón vill einnig upplýsingar um tekjur og kostnað Kópavogsbæjar af tónleikahaldinu. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er ef Kórinn er leigður á einhverju undirverði og menn eru á sama tíma að þiggja gjafir.“ Björn Sigurðsson hjá Senu segir fyrirtækið ekki veita upplýsingar um boðsmiða. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæjarfulltrúana og sagði frá boðsmiðunum. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum um það hverjir fengu frímiðana og hversu marga frímiða hver og einn fékk til ráðastöfunar. Upplýsingafulltrúi bæjarins segir bæjarstjórann í fríi og að þessum spurningum verði því ekki svarað fyrr en eftir helgi. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um sama efni á bæjarráðsfundi á miðvikudag. Hann vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða. „Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn markaðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjarfulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæjarfulltrúum og stjórnendum bæjarins á tónleikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins,“ segir Sigurjón og vitnar í gildandi siðareglur bæjarins.Gríðar góð stemning var á tónleikum með Justin Timberlake í Kópavogi.Fréttablaðið/Andri„Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu,“ les Sigurjón upp úr siðareglunum, sem hann kveður ná jafnt til bæjarfulltrúa sem stjórnenda bæjarins. „Svona hlutir þurfa að vera á hreinu ef Kórinn á að vera notaður til framtíðar í þessum tilgangi,“ bætir Sigurjón við. „Það hefði verið eðlilegra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Timberlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika.“ Sigurjón vill einnig upplýsingar um tekjur og kostnað Kópavogsbæjar af tónleikahaldinu. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er ef Kórinn er leigður á einhverju undirverði og menn eru á sama tíma að þiggja gjafir.“ Björn Sigurðsson hjá Senu segir fyrirtækið ekki veita upplýsingar um boðsmiða.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira