Sendifulltrúi AGS: Almennar afskriftir of dýrar Sigríður Mogensen skrifar 6. október 2010 18:51 Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi segist telja að núverandi skuldaúrræði dugi heimilum í landinu og fólk þurfi að byrja sem fyrst að nýta sér þau úrræði. Almennar afskriftir á skuldum yrðu of þungbærar fyrir Ríkissjóð og lífeyrissjóðina í landinu. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að ríkisstjórnin hefur gert margt," sagði Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi. „Hún hefur gert áætlun sem, að þeirra áliti og okkar, nægir til að taka á skuldavanda þeirra heimila sem eru hvað verst sett," segir Franek. En hvað með flatar afskriftir á skuldum? „Almenn lækkun skulda myndi vera afar kostnaðarsöm fyrir ríkið og auka skuldir ríkisins verulega," segir Franek og segir að þegar uppi væri staðið myndu skattgreiðendur borga slíkt. Hann segir að það kæmi niður á þjóðinni í formi hærri skatta eða enn meiri niðurskurðar. Flatar afskriftir myndu valda Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum miklu tjóni. Í nýjustu skýrslu AGS segja starfsmenn sjóðsins að stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til að halda niðri væntingum um frekari skuldaúrræði. Spurður út í þetta atriði svaraði Franek því til að ef heimilin telji að það sé alltaf betri samningur handan við hornið þá verða sífellt tafir á því að tekið sé á vanda þeirra. „Og það er ekki gott fyrir þau og það er ekki gott fyrir efnahag þjóðarinnar," segir Franek. Þess ber að geta að sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segist ekki geta tjáð sig um fjöldamótmælin sem verið hafa hér á landi, né pólitískan óstöðugleika. Hann segir það ekki vera hlutverk sjóðsins. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi segist telja að núverandi skuldaúrræði dugi heimilum í landinu og fólk þurfi að byrja sem fyrst að nýta sér þau úrræði. Almennar afskriftir á skuldum yrðu of þungbærar fyrir Ríkissjóð og lífeyrissjóðina í landinu. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að ríkisstjórnin hefur gert margt," sagði Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi. „Hún hefur gert áætlun sem, að þeirra áliti og okkar, nægir til að taka á skuldavanda þeirra heimila sem eru hvað verst sett," segir Franek. En hvað með flatar afskriftir á skuldum? „Almenn lækkun skulda myndi vera afar kostnaðarsöm fyrir ríkið og auka skuldir ríkisins verulega," segir Franek og segir að þegar uppi væri staðið myndu skattgreiðendur borga slíkt. Hann segir að það kæmi niður á þjóðinni í formi hærri skatta eða enn meiri niðurskurðar. Flatar afskriftir myndu valda Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum miklu tjóni. Í nýjustu skýrslu AGS segja starfsmenn sjóðsins að stjórnvöld þurfi að senda út skýr skilaboð til að halda niðri væntingum um frekari skuldaúrræði. Spurður út í þetta atriði svaraði Franek því til að ef heimilin telji að það sé alltaf betri samningur handan við hornið þá verða sífellt tafir á því að tekið sé á vanda þeirra. „Og það er ekki gott fyrir þau og það er ekki gott fyrir efnahag þjóðarinnar," segir Franek. Þess ber að geta að sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segist ekki geta tjáð sig um fjöldamótmælin sem verið hafa hér á landi, né pólitískan óstöðugleika. Hann segir það ekki vera hlutverk sjóðsins.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira