Viðskipti innlent

Sendiherra jarðar upptöku kanadadollars

Þórður Óskarsson sendiherra Íslands í Kanada segir í viðtali við blaðið Montreal Gazette að hugmyndir um að Íslendingar taki upp kanadadollarann sem gjaldmiðil hafi endanlega verið slegnar út af borðinu.

Þórður segir að upptaka kanadadollarins sé hvorki fyrsti, annar, þriðji né fjórði möguleikinn sem sé til skoðunnar á Íslandi. Hann bendir á að aðal markaðssvæðið fyrir íslenskar afurðir sé Evrópa og Evrópusambandið.

Þórður segir að ekki sé til staðar það sú það nauðsynlega efnahagssamband milli Íslands og Kanada sem þurfi til svo upptaka dollarans sé raunhæf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×