Viðskipti innlent

Sendinefnd AGS kemur í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimmta endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að hefjast.
Fimmta endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að hefjast.
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til Íslands í kvöld vegna fimmtu endurskoðunar sjóðsins á efnahagsáætluninni.

Fundir nefndarinnar munu svo hefjast á morgun. Reuters hafði í gær eftir Julie Kozack, einum sendifulltrúanna, að ágætis útlit væri fyrir bata í efnahagslífinu á Íslandi þrátt fyrir ótta um að niðurstöður Icesave kosninganna myndu hægja á bataferlinu.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á Íslandi er búist við því að sendinefndin fari af landi brott þann 5. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×