Innlent

Sendu sendiherra Rússa fingurkossa

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Inga Auðbjörg
Hópur fólks kom saman við rússneska sendiráðið í dag til þess að mótmæla réttindaskerðingu hinsegin fólks í Rússlandi.

„Markmið mótmælanna var að hvetja til ástar í stað haturs og sýndu mótmælendur það í verki með því að kyssa og faðma hvort annað ásamt því að senda sendiherra Rússlands fingurkossa,“ segir í tilkynningu frá mótmælendum.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinseginn kórsins, tók til máls og sagði meðal annars: „Í dagur til að segja „Ég elska þig“.  Það er því ekki að ástæðulausu sem við stöndum hér fyrir framan sendiráð eins af þeim löndum sem gerir greinarmun á ást.“

Hann minntist þess að sem hefur áunnist frá fyrstu gleðigöngunni hér á landi og sagðist þykja sárt að sjá öfuga þróun í Rússlandi, þar sem réttindi hafa skerst og staða hinsegins fólks farið versnandi. Gunnlaugur lauk máli sínu með því að senda ástarkveðjur frá Íslandi á rússneskri tungu.

Mynd/Inga Auðbjörg
Mynd/Inga Auðbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×