Sendum ráðamönnum tóninn Silja Traustadóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar