Sjúklingar, sem þurfa að leita til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna þurfa að greiða þeim fullt gjald frá og með næstu mánaðamótum, ef ekki semst við heilbrigðisyfirvöld fyrir þann tíma.
Á félagsfundi Læknafélags Reykjavíkur í gærkvöldi var einróma samþykkt að verða ekki við þeirri ósk velferðarráðherra að farmlengja þjónustusamning um tvo mánuði, á meðan reynt verði að ná samkomulagi.
Sérfræðilæknar vilja nú fá þá níu prósenta hækkun, sem þeir frestuðu í fyrra og telja að fyrirhugaður niðurskurður í sérfræðilæknaþjónustu um 300 milljónir, ógni öryggi sjúklinga.
Sérfræðilæknar neita að framlengja þjónustusamning
