Sérhagsmunamatið Ólafur Stephensen skrifar 27. febrúar 2014 07:58 Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun