Sérstakt veiðigjald lækkar um 80 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 08:36 Þorsteinn Sæmundsson vildi fá að vita breytingar á sérstöku veiðigjaldi milli ára. Sérstakt veiðigjald á botnfiskafla verður um 285 milljónir og lækkar um 1,1 milljarð frá núverandi fiskveiðiári. Þetta kemur fram í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins. Lög um veiðigjöld eru nú í meðförum atvinnuveganefndar og spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, út í breytingar á sérstöku veiðigjaldi frá núverandi lögum. Skjal ráðuneytisins kom til nefndarinnar þann 4. maí sem umsögn um lög um veiðigjöld. Í útreikningum ráðuneytisins er áætlað að álagt sérstakt veiðigjald á botnfisk muni gefa 1.735 milljónir króna. Hins vegar kemur á móti að frítekjumark vegna veiða á botnfiski verður 150 milljónir og lækkun vegna skulda útgerðanna nemur um 1.300 milljónum. Eftir standa 285 milljónir af álögðu sérstöku veiðigjaldi sem rennur í ríkissjóð. Komið hefur fram að útgerðir geta lækkað sérstakt veiðigjald með því að tilgreina skuldir sem stofnað hefur verið til í óskyldum greinum sjávarútvegs. Hreinn hagnaður útgerðarinnar árið 2012 var rúmar 25 þúsund milljónir samkvæmt Hagstofu Íslands. Þorsteinn segir þetta vera gert til að mæta neikvæðum horfum í rekstri útgerðarinnar. „Ef við gerum þetta ekki er stórhætta á því að útgerðir leggist af og samþjöppun yrði of mikil í greininni. Ríkissjóður er ekki bólginn af peningum og þetta er ekki sársaukalaus aðgerð, en með þessu viljum við tryggja að greinin verði ekki fyrir miklum skaða,“ segir Þorsteinn. Um lækkun veiðigjalds vegna skulda útgerðarinnar segir Þorsteinn að ákvæðið sé hugsað til að hjálpa útgerðum sem hafa fjárfest mikið í kvóta, ákvæðið sé ekki hugsað öðruvísi, þetta væri enn í meðförum nefndarinnar og þetta ákvæði hefði ekki verið rætt sérstaklega á þeim vettvangi. Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna, þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, hafa gefið það út að ríkisstjórnin leggi höfuðáherslu á að ná lögum um veiðigjöld í gegn áður en þingi verður slitið vegna sveitarstjórnarkosninga. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en nýtt þing á ekki að koma saman fyrr en 11. sama mánaðar. Ef innheimta á veiðigjöld verður að vera búið að setja gjaldið á. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Sérstakt veiðigjald á botnfiskafla verður um 285 milljónir og lækkar um 1,1 milljarð frá núverandi fiskveiðiári. Þetta kemur fram í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins. Lög um veiðigjöld eru nú í meðförum atvinnuveganefndar og spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, út í breytingar á sérstöku veiðigjaldi frá núverandi lögum. Skjal ráðuneytisins kom til nefndarinnar þann 4. maí sem umsögn um lög um veiðigjöld. Í útreikningum ráðuneytisins er áætlað að álagt sérstakt veiðigjald á botnfisk muni gefa 1.735 milljónir króna. Hins vegar kemur á móti að frítekjumark vegna veiða á botnfiski verður 150 milljónir og lækkun vegna skulda útgerðanna nemur um 1.300 milljónum. Eftir standa 285 milljónir af álögðu sérstöku veiðigjaldi sem rennur í ríkissjóð. Komið hefur fram að útgerðir geta lækkað sérstakt veiðigjald með því að tilgreina skuldir sem stofnað hefur verið til í óskyldum greinum sjávarútvegs. Hreinn hagnaður útgerðarinnar árið 2012 var rúmar 25 þúsund milljónir samkvæmt Hagstofu Íslands. Þorsteinn segir þetta vera gert til að mæta neikvæðum horfum í rekstri útgerðarinnar. „Ef við gerum þetta ekki er stórhætta á því að útgerðir leggist af og samþjöppun yrði of mikil í greininni. Ríkissjóður er ekki bólginn af peningum og þetta er ekki sársaukalaus aðgerð, en með þessu viljum við tryggja að greinin verði ekki fyrir miklum skaða,“ segir Þorsteinn. Um lækkun veiðigjalds vegna skulda útgerðarinnar segir Þorsteinn að ákvæðið sé hugsað til að hjálpa útgerðum sem hafa fjárfest mikið í kvóta, ákvæðið sé ekki hugsað öðruvísi, þetta væri enn í meðförum nefndarinnar og þetta ákvæði hefði ekki verið rætt sérstaklega á þeim vettvangi. Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna, þær Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, hafa gefið það út að ríkisstjórnin leggi höfuðáherslu á að ná lögum um veiðigjöld í gegn áður en þingi verður slitið vegna sveitarstjórnarkosninga. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september en nýtt þing á ekki að koma saman fyrr en 11. sama mánaðar. Ef innheimta á veiðigjöld verður að vera búið að setja gjaldið á.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira