Sérstakur fær lykilgögn frá Lúxemborg vegna FL Group máls Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2012 19:02 Hannes Smárason var starfandi stjórnarformaður FL Group. Sérstakur saksóknari fékk loksins í vor afgreidda réttarbeiðni í Lúxemborg til að geta rekið slóð umdeildrar þriggja milljarða króna millifærslu frá FL Group inn á reikning Kaupþings í Lúxemborg. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og síðar sérstakur saksóknari hafa nú í rúm þrjú ár verið að rannsaka málið, án niðurstöðu. Hannes Smárason, þáverandi stjórnarformaður FL Group, er talinn hafa hlutast til um að þrír milljarðar króna voru millifærðir af reikningi FL Group reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg í apríl 2005. Millifærslan átti sér stað án vitneskju þáverandi forstjóra FL Group, Sigurðar Helgasonar, Ragnhildar Geirsdóttur, sem var að taka við starfi forstjóra og stjórnar félagsins, en þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni þegar málið kom upp, en þetta voru þau Inga Jóna Þórðardóttir, Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson. Ragnhildur Geirsdóttir tók við sem forstjóri en sagði starfi sínu lausu meðal annars vegna umrædds máls. Peningarnir skiluðu sér inn á reikning FL Group með vöxtum, fyrir lok júní 2005 eftir að Ragnhildur hafði gengið hart á eftir því og meðal annars haft beint samband við forstjóra Kaupþings.Excel skjal varpar ljósi á málið Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér vegna umfjöllunar um málið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sagði hún: „Hvar voru svo peningarnir niður komnir? Stjórnarformaður FL Group gaf aldrei viðunandi skýringu á því, að mínu mati. Hins vegar barst á þessum tíma útprentun úr Excel skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hefðu á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi, verið millifærðir á Fons." Málið var rannsakað af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og síðar sérstökum saksóknara eftir að deildin var sameinuð embættinu, vegna gruns um fjárdrátt samkvæmt auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Það var síðan fyrst í vor sem stjórnvöld í Lúxemborg afgreiddu réttarbeiðni sérstaks saksóknara vegna málsins. Þá var lagt alveg sjálfstætt mat á sakarefnið eftir að málið fluttist yfir til embættisins frá efnahagsbrotadeildinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að peningarnir hafi farið inn á reikning Fons hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Fjárdráttur telst fullframinn þegar peningar hafa verið teknir, en síðan er sjálfstætt álitaefni hvernig með eigi að fara þegar peningar eru endurgreiddir, en það er ekki óalgengt í auðgunarbrotamálum að menn leitist við að endurgreiða féð og koma þannig á lögmætu ástandi að nýju. Það breytir hins vegar ekki eðli brotsins, þar sem háttsemin er alveg jafn saknæm fyrir vikið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá verjanda Hannesar, Gísla Guðna Hall, en hann hafði ekki svarað skilaboðum nú fyrir fréttir. Fréttastofan náði síðan tali af Gísla nú undir kvöld og bar undir hann efni fréttarinnar. Hann vildi ekki tjá sig. Hannes Smárason hefur alla tíð lýst því yfir að ekkert ólögmætt eða saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við umrædda millifærslu, en hann hefur nú þurft að bíða eftir niðurstöðu í þessu máli í rúm þrjú ár. Hannes er búsettur í Barcelona þar sem hann er sjálfstætt starfandi og sinnir m.a fjárfestingum. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Sérstakur saksóknari fékk loksins í vor afgreidda réttarbeiðni í Lúxemborg til að geta rekið slóð umdeildrar þriggja milljarða króna millifærslu frá FL Group inn á reikning Kaupþings í Lúxemborg. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og síðar sérstakur saksóknari hafa nú í rúm þrjú ár verið að rannsaka málið, án niðurstöðu. Hannes Smárason, þáverandi stjórnarformaður FL Group, er talinn hafa hlutast til um að þrír milljarðar króna voru millifærðir af reikningi FL Group reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg í apríl 2005. Millifærslan átti sér stað án vitneskju þáverandi forstjóra FL Group, Sigurðar Helgasonar, Ragnhildar Geirsdóttur, sem var að taka við starfi forstjóra og stjórnar félagsins, en þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni þegar málið kom upp, en þetta voru þau Inga Jóna Þórðardóttir, Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson. Ragnhildur Geirsdóttir tók við sem forstjóri en sagði starfi sínu lausu meðal annars vegna umrædds máls. Peningarnir skiluðu sér inn á reikning FL Group með vöxtum, fyrir lok júní 2005 eftir að Ragnhildur hafði gengið hart á eftir því og meðal annars haft beint samband við forstjóra Kaupþings.Excel skjal varpar ljósi á málið Í yfirlýsingu sem Ragnhildur sendi frá sér vegna umfjöllunar um málið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sagði hún: „Hvar voru svo peningarnir niður komnir? Stjórnarformaður FL Group gaf aldrei viðunandi skýringu á því, að mínu mati. Hins vegar barst á þessum tíma útprentun úr Excel skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að peningarnir hefðu á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi, verið millifærðir á Fons." Málið var rannsakað af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og síðar sérstökum saksóknara eftir að deildin var sameinuð embættinu, vegna gruns um fjárdrátt samkvæmt auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Það var síðan fyrst í vor sem stjórnvöld í Lúxemborg afgreiddu réttarbeiðni sérstaks saksóknara vegna málsins. Þá var lagt alveg sjálfstætt mat á sakarefnið eftir að málið fluttist yfir til embættisins frá efnahagsbrotadeildinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að peningarnir hafi farið inn á reikning Fons hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Fjárdráttur telst fullframinn þegar peningar hafa verið teknir, en síðan er sjálfstætt álitaefni hvernig með eigi að fara þegar peningar eru endurgreiddir, en það er ekki óalgengt í auðgunarbrotamálum að menn leitist við að endurgreiða féð og koma þannig á lögmætu ástandi að nýju. Það breytir hins vegar ekki eðli brotsins, þar sem háttsemin er alveg jafn saknæm fyrir vikið. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá verjanda Hannesar, Gísla Guðna Hall, en hann hafði ekki svarað skilaboðum nú fyrir fréttir. Fréttastofan náði síðan tali af Gísla nú undir kvöld og bar undir hann efni fréttarinnar. Hann vildi ekki tjá sig. Hannes Smárason hefur alla tíð lýst því yfir að ekkert ólögmætt eða saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við umrædda millifærslu, en hann hefur nú þurft að bíða eftir niðurstöðu í þessu máli í rúm þrjú ár. Hannes er búsettur í Barcelona þar sem hann er sjálfstætt starfandi og sinnir m.a fjárfestingum.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira