Innlent

Sérsveitin fylgist með utanvegaakstri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérsveitamaður við störf. Mynd/ Anton Brink.
Sérsveitamaður við störf. Mynd/ Anton Brink.
Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Suðurnesjum fylgjast með utanvegaakstri á Reykjanesi nú í sumar. Settar hafa verið upp skilmerkilegar merkingar við enda Vigdísarvallavegar 428, við Krýsuvíkurveg 42 og Suðurstrandarveg 427 þar sem ökumönnum er bent á bann við akstri utan vega. Einnig hafa verið settar upp lokanir á nokkrum stöðum við Vigdísarvallaveg þar sem ekið hefur verið utan vega.

Í einum af eftirlitsferðunum í sumar voru höfð afskipti af ökumanni jeppabifreiðar þar sem hann var að spóla í uppþornaðri tjörn í Breiðdal austan við Vatnsskarð. Hann á von á kæru fyrir brot á náttúruverndarlögum. Á nokkrum stöðum voru merki um utanvegaakstur meðal annars upp af Höskuldarvöllum en þar hafði verið ekið framhjá lokun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×