Innlent

Sex hundruð kórsöngvarar saman í Hörpu

Samsöngur sex hundruð kórsöngvara fyrir heimsfriði fór fram í Hörpu í dag. Friðarhátíð Reykjavíkur hefur staðið yfir undanfarna viku og náði hámarki í dag.

Tuttugu mismunandi kórar komu saman og sungu To be grateful eftir Magnús Kjartansson og Heyr himnasmiður. Klukkan fimm söng kórinn síðan lagið Love eftir John Lennon en hið sama gerðu kórar út um allan heim. Áætlað er að Friðarhátíðin í Reykjavík verði að árlegum viðburði. 

Í spilaranum hér að ofan má sjá flutning lagsins To be grateful í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×