Sex milljarðar í gróðurhús Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. október 2013 07:00 Reisa á hátækni gróðurhús í Grindavík. Það verður í svipuðum stíl og myndin gefur til kynna. Mynd/EsBro Hollenskt fyrirtæki áformar að reisa gróðurhús í útjaðri Grindavíkur sem verður á stærð við tuttugu fótboltavelli. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins segir verkefnið á lokastigum. 125 störf munu skapast. „Við erum sannfærðir um að þetta gróðurhús verði að veruleika,“ segir Michael Veisser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, sem vill reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús í útjaðri Grindavíkur. Áætlaður kostnaður við byggingu gróðurhússins er á bilinu 5 til 6,5 milljarða króna og því ljóst að um gífurlega fjárfestingu er að ræða. Samningur er fyrir hendi við birgja á Bretlandi sem meðal annars sinna verslunarkeðjunni Tesco sem rekur yfir 6.300 verslanir á Bretlandseyjum. Rækta á lífræna tómata og verður framleiðslan í heild sinni seld á Bretlandseyjum. Um 125 störf skapast fari svo að gróðurhúsið rís. Fulltrúar EsBro héldu íbúafund um málið í Grindavík á miðvikudag. Þar kom fram að helsta áhyggjuefni Grindvíkinga er ljósmengun sem gæti skapast vegna gróðurhússins. Fyrirtækið segir þær áhyggjur ástæðulausar. „Það er ekkert í augnablikinu sem við sjáum koma í veg fyrir að við hefjumst handa á næstu mánuðum. Íbúar Grindavíkur hafa mikið um þetta að segja. Ef þeir kæra sig ekki um þessa framkvæmd munum við virða það og færa okkur annað. Við munum reyna að eiga eins gott samstarf við Grindvíkinga og við getum – það er hvorum tveggja fyrir bestu,“ segir Veisser.Michael Veisser er bjartsýnn á að reisa gróðurhús fyrir tómatarækt í Grindavík.Mynd/Jón Júlíus Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Hollenskt fyrirtæki áformar að reisa gróðurhús í útjaðri Grindavíkur sem verður á stærð við tuttugu fótboltavelli. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins segir verkefnið á lokastigum. 125 störf munu skapast. „Við erum sannfærðir um að þetta gróðurhús verði að veruleika,“ segir Michael Veisser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, sem vill reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús í útjaðri Grindavíkur. Áætlaður kostnaður við byggingu gróðurhússins er á bilinu 5 til 6,5 milljarða króna og því ljóst að um gífurlega fjárfestingu er að ræða. Samningur er fyrir hendi við birgja á Bretlandi sem meðal annars sinna verslunarkeðjunni Tesco sem rekur yfir 6.300 verslanir á Bretlandseyjum. Rækta á lífræna tómata og verður framleiðslan í heild sinni seld á Bretlandseyjum. Um 125 störf skapast fari svo að gróðurhúsið rís. Fulltrúar EsBro héldu íbúafund um málið í Grindavík á miðvikudag. Þar kom fram að helsta áhyggjuefni Grindvíkinga er ljósmengun sem gæti skapast vegna gróðurhússins. Fyrirtækið segir þær áhyggjur ástæðulausar. „Það er ekkert í augnablikinu sem við sjáum koma í veg fyrir að við hefjumst handa á næstu mánuðum. Íbúar Grindavíkur hafa mikið um þetta að segja. Ef þeir kæra sig ekki um þessa framkvæmd munum við virða það og færa okkur annað. Við munum reyna að eiga eins gott samstarf við Grindvíkinga og við getum – það er hvorum tveggja fyrir bestu,“ segir Veisser.Michael Veisser er bjartsýnn á að reisa gróðurhús fyrir tómatarækt í Grindavík.Mynd/Jón Júlíus
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira