Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2015 20:19 Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira