Sharon skar á tengsl við Abbas 15. janúar 2005 00:01 Kringumstæður embættistöku Mahmoud Abbas hefðu varla getað verið erfiðari fyrir þennan nýja forseta palestínsku heimastjórnarinnar. Skömmu áður en Abbas sór embættiseið klipptu Ísraelar á öll tengsl við hann uns hann hefði ráðið niðurlögum palestínskra vígamanna, tugir manna sögðu sig úr kosningastjórn vegna deilna um framkvæmd kosninganna sem hann vann og sjö Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna. Aukin bjartsýni á frið í Mið-Austurlöndum, sem farið var að gæta eftir að ljóst varð Abbas yrði næsti leiðtogi Palestínumanna, er farin að dofna í kjölfar ofbeldis sem hefur kostað níu Palestínumenn og sex ísraelska verkamenn lífið síðustu daga. Þá særðist sjö ára ísraelskur drengur alvarlega, missti annan handlegginn, þegar hann varð fyrir sprengju sem palestínskir vígamenn skutu að ísraelskri landnemabyggð á Gaza í gær. Tíu Palestínumenn særðust í aðgerðum Ísraela í gær, þeirra á meðal fjögur börn, tvö þeirra lífshættulega. Abbas rétti út sáttahönd til Ísraela í ræðu sem hann hélt við embættistökuna. "Við sækjumst eftir gagnkvæmu vopnahléi til að binda enda á þennan vítahring ofbeldis," sagði hann og fordæmdi allt ofbeldi, Ísraela og Palestínumanna. Hann sagði það liggja fyrir Ísraelum og Palestínumönnum að lifa hlið við hlið og deila landsvæði. Abbas sagði Palestínumenn reiðubúna að mæta skuldbindingum sínum samkvæmt vegvísinum til friðar sem kveður á um að herskáar hreyfingar hætti árásum á Ísraela. Hann er þó ekki reiðubúinn að þvinga þær til þess og sjá til þess að þær afvopnist heldur vill hann semja við þær um að þær láti af árásum. 46 meðlimir palestínsku kjörstjórnarinnar sögðu af sér í gær og báru því við að kosningastjórar Abbas hefðu þvingað þá til að breyta framkvæmd forsetakosninganna meðan á þeim stóð. Skotið var á húsið þar sem kjörstjórnin fundaði meðan kosningar stóðu yfir 9. janúar og báru meðlimir kjörstjórnarinnar kennsl á einn byssumannanna sem meðlim palestínsku leyniþjónustunnar. Erlent Fréttir Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira
Kringumstæður embættistöku Mahmoud Abbas hefðu varla getað verið erfiðari fyrir þennan nýja forseta palestínsku heimastjórnarinnar. Skömmu áður en Abbas sór embættiseið klipptu Ísraelar á öll tengsl við hann uns hann hefði ráðið niðurlögum palestínskra vígamanna, tugir manna sögðu sig úr kosningastjórn vegna deilna um framkvæmd kosninganna sem hann vann og sjö Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna. Aukin bjartsýni á frið í Mið-Austurlöndum, sem farið var að gæta eftir að ljóst varð Abbas yrði næsti leiðtogi Palestínumanna, er farin að dofna í kjölfar ofbeldis sem hefur kostað níu Palestínumenn og sex ísraelska verkamenn lífið síðustu daga. Þá særðist sjö ára ísraelskur drengur alvarlega, missti annan handlegginn, þegar hann varð fyrir sprengju sem palestínskir vígamenn skutu að ísraelskri landnemabyggð á Gaza í gær. Tíu Palestínumenn særðust í aðgerðum Ísraela í gær, þeirra á meðal fjögur börn, tvö þeirra lífshættulega. Abbas rétti út sáttahönd til Ísraela í ræðu sem hann hélt við embættistökuna. "Við sækjumst eftir gagnkvæmu vopnahléi til að binda enda á þennan vítahring ofbeldis," sagði hann og fordæmdi allt ofbeldi, Ísraela og Palestínumanna. Hann sagði það liggja fyrir Ísraelum og Palestínumönnum að lifa hlið við hlið og deila landsvæði. Abbas sagði Palestínumenn reiðubúna að mæta skuldbindingum sínum samkvæmt vegvísinum til friðar sem kveður á um að herskáar hreyfingar hætti árásum á Ísraela. Hann er þó ekki reiðubúinn að þvinga þær til þess og sjá til þess að þær afvopnist heldur vill hann semja við þær um að þær láti af árásum. 46 meðlimir palestínsku kjörstjórnarinnar sögðu af sér í gær og báru því við að kosningastjórar Abbas hefðu þvingað þá til að breyta framkvæmd forsetakosninganna meðan á þeim stóð. Skotið var á húsið þar sem kjörstjórnin fundaði meðan kosningar stóðu yfir 9. janúar og báru meðlimir kjörstjórnarinnar kennsl á einn byssumannanna sem meðlim palestínsku leyniþjónustunnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Sjá meira