Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur Óttar Martin Norðfjörð skrifar 26. september 2013 12:54 Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk?
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun