Sífellt fleiri ofbeldismenn leita aðstoðar Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 10:00 55 karlmenn fóru í viðtöl á síðasta ári vegna heimilisofbeldis sem þeir beittu maka sína eða börn. Mynd/Teitur Jónasson „Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana. Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
„Fjöldinn hefur aukist stöðugt síðustu þrjú ár,“ segir Andrés Ragnarsson sálfræðingur sem ásamt kollega sínum, Einari Gylfa Jónssyni, heldur úti meðferðartilboði fyrir karla sem beita heimilisofbeldi. Meðferðin kallast „Karlar til ábyrgðar“ og hefur verið starfrækt frá árinu 2006. Í ársskýrslu sálfræðinganna kemur fram að 55 karlmenn sóttu sér aðstoð á síðasta ári og er það metfjöldi. Árið áður voru þeir 51 en frá 2006 hefur 181 einstaklingur komið í eitt viðtal eða fleiri hjá sálfræðingunum, sem eru með stofu á Höfðabakka. Að sögn Andrésar hefur fjöldi þeirra sem leita til þeirra aukist um 10 til 15 prósent síðustu þrjú ár. Aðspurður hvort það sé til vitnis um aukningu á heimilisofbeldi hér á landi segir hann ómögulegt að spá fyrir um slíkt. „Enda er þessi fjöldi ekki nema örlítið brot af ísjakanum,“ útskýrir Andrés. Mennirnir eru frá 18 upp í 75 ára. Algengasta aldursbilið er þó frá 25 ára til 45 ára.Andrés Ragnarsson„Annars er klár aukning á mönnum undir þrítugu sem leita til okkar,“ segir Andrés. Hann segir einnig marga koma sem hafa einu sinni beitt heimilisofbeldi. Andrés segir það afar mismunandi af hvaða ástæðum mennirnir komi í meðferð til sálfræðinganna. Langflestir komi þó í gegnum Kvennaathvarfið. „En margar tilvísanir koma frá Barnavernd,“ segir Andrés. Hann áréttar að það séu ekki eingöngu karlmenn sem beita ástvini sína ofbeldi. Því sé nú boðið upp á meðferð fyrir konur einnig. Sú meðferð er nýhafin og aðeins ein kona byrjuð. Aðspurður um árangur meðferðarinnar heldur Andrés því fram að árangurstölur séu jákvæðar. „Svo er Háskóli Íslands með viðamikla könnun þar sem árangurinn er rannsakaður,“ segir hann og bætir við að niðurstöður þeirrar könnunar ættu að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Aðspurður um úrræði fyrir einstaklinga á landsbyggðinni svarar Andrés því til að bæði sé sálfræðingur á þeirra vegum á Akureyri „og svo höfum við nýtt Skype-tæknina líka. Þannig að búseta hefur ekki afgerandi áhrif“. Andrés segir hægan stíganda í fjölda þeirra sem leita sér meðferðar. „Og svo þarf bara að minna stöðugt á þetta. Heimilisofbeldi fylgir mikil skömm,“ segir Andrés, sem áréttar að það sé hjálp í boði fyrir þá sem eru tilbúnir að sækja hana.
Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira