Sigmundur Davíð hitti Obama - "Hann er mjög viðkunnanlegur“ Boði Logason skrifar 5. september 2013 07:00 Sigmundur Davíð, lengsti til hægri, ásamt leiðtogum hinna Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. Þar var fundað með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Mynd/AP Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira