Sigmundur Davíð hitti Obama - "Hann er mjög viðkunnanlegur“ Boði Logason skrifar 5. september 2013 07:00 Sigmundur Davíð, lengsti til hægri, ásamt leiðtogum hinna Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. Þar var fundað með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Mynd/AP Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra bauð Barack Obama Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Íslands þegar þeir hittust á fundi Obama með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í gær. „Hann tók býsna vel í það og sagðist langa mjög mikið til að koma sem fyrst. Það er aldrei að vita nema af því verði,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að farið hafi verið yfir víðan völl á þriggja klukkustunda fundi leiðtoganna. Netöryggismál og spurningar varðandi þau voru meðal þess sem kom til tals. „Það er að segja hvernig samtímis er hægt að tryggja persónuvernd, og gæta þess að glæpamenn og jafnvel ríki, misnoti ekki tæknina,“ segir Sigmundur. Þá var farið yfir samspil umhverfisverndar og þróunaraðstoðar, þekkingu Íslendinga á jarðvarmanýtingu og norðurslóðamál. „Áhugi Bandaríkjamanna um þróun mála á Norðurslóðum er greinilega að aukast mjög mikið. Það var rætt um mikilvægi þess að þessar þjóðir ynnu saman að þróun mála, hvort heldur sem er uppbyggingu innviða, löggjöf og undirbúning björgunaraðgerða.,“segir hann. Ástandið í Sýrlandi bar einnig á góma. „Ég lagði áherslu á að menn ynnu þetta áfram í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og að öryggisráðið færi líka að taka sér tak, ef svo má segja, í því að fjalla um stöðu mála í Sýrlandi,“ segir Sigmundur. Spurður hvort að Obama sé töffari, segir hann að forsetinn sé mjög viðkunnanlegur. „Hann er mjög yfirvegaður í því að fara yfir málin, gerir það mjög skipulega og með sterkum rökum. Það er mjög gaman að ræða við hann. Þetta er auðvitað maður sem maður er búinn að fylgjast með í fjölmiðlum í mörg ár, þannig það var skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja við hliðina á honum í þrjár klukkustundir og spjalla. Hann er mjög viðkunnalegur, og sérstaklega skipulagður í allri framsetningu og rökfærslum,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira