Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 13:43 Sigmundur Davíð taldi að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvu hans. visir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03