Sigmundur Davíð segir jólasveina hafa óttast mannréttindaráð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. desember 2014 17:28 Sigmundur sagði frá jólaballi á Facebook í dag. Vísir/Stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stillt sér upp með þeim sem vilja verja kristna siði í kringum jólin. Hann skaut á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í frásögn af jólaballi á Facebook-síðu sinni í dag og sagði að jólasveinarnir sem skemmtu börnum hafi verið smeykir og beðið fólk um að fylgjast með útsendara frá ráðinu á meðan þeir sungu Heims um ból. „Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði ráðherrann. Undanfarna daga hefur heyrst gagnrýni á reglur Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um að takmarka aðgang trúarefnis í grunnskólum en meðal annars stangast það á við samskiptareglur borgarinnar við trúfélög að flytja börnum hugvekju í kirkjum. Líf er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur.Vísir/GVAFréttastofa sagði frá því í gær að Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs borgarinnar, teldi heimsókn grunnskólabarna í Langholtsskóla brjóta í bága við reglurnar. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá vöktu einnig athygli ummæli Ingu Sigrúnar Atladóttur, skólastjóra Valsárskóla, um að hún ætlaði að verja kristnar hefðir í skólanum hjá sér. Hún sagðist bíða eftir símtali þar sem krafist sé að hætt yrði að lita Jesúmyndir og fara með nemendur í kirkju. „Það er slagur sem ég ætla að vanda mig að vinna,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stillt sér upp með þeim sem vilja verja kristna siði í kringum jólin. Hann skaut á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í frásögn af jólaballi á Facebook-síðu sinni í dag og sagði að jólasveinarnir sem skemmtu börnum hafi verið smeykir og beðið fólk um að fylgjast með útsendara frá ráðinu á meðan þeir sungu Heims um ból. „Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði ráðherrann. Undanfarna daga hefur heyrst gagnrýni á reglur Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um að takmarka aðgang trúarefnis í grunnskólum en meðal annars stangast það á við samskiptareglur borgarinnar við trúfélög að flytja börnum hugvekju í kirkjum. Líf er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur.Vísir/GVAFréttastofa sagði frá því í gær að Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs borgarinnar, teldi heimsókn grunnskólabarna í Langholtsskóla brjóta í bága við reglurnar. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá vöktu einnig athygli ummæli Ingu Sigrúnar Atladóttur, skólastjóra Valsárskóla, um að hún ætlaði að verja kristnar hefðir í skólanum hjá sér. Hún sagðist bíða eftir símtali þar sem krafist sé að hætt yrði að lita Jesúmyndir og fara með nemendur í kirkju. „Það er slagur sem ég ætla að vanda mig að vinna,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira