Innlent

Sigmundur Davíð uppskar hlátur á fundi í London

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fram kom í máli Sigmundar að ríkisstjórnin væri samhent í að bæta fjárfestingarumhverfi landsins þannig að auka mætti erlenda fjárfestingu.
Fram kom í máli Sigmundar að ríkisstjórnin væri samhent í að bæta fjárfestingarumhverfi landsins þannig að auka mætti erlenda fjárfestingu.
„Vonandi sé ég ykkur, og peningana ykkar á Íslandi,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og uppskar hlátur fyrir í lok erindis síns á Iceland Investment Forum á hótel Waldorf Hilton í Lundúnum í morgun.

Á ráðstefnunni, sem er í umsjá Mergermarket Group með þátttöku Arion banka, Fjárfestingastofu Íslands, Carbon Recycling og lögfræðistofunnar Logos, var til umfjöllunar fjárfestingar- og efnahagsmhverfið á Íslandi í dag. Skipuleggjendur eru ánægðir með þátttökuna, en um 150 manns eru skráðir til leiks.

Fram kom í máli Sigmundar að ríkisstjórnin væri samhent í að bæta fjárfestingarumhverfi landsins þannig að auka mætti erlenda fjárfestingu, en hún er nú í sögulegu lágmarki.

Hann sagði stjórnina líka leggja ríka áherslu á gott samstarf við Evrópu þótt hlé hafi verið gert á aðildarviðræðum við ESB. „Ríkisstjórnin leggur líka áherslu á bætt samskipti við Bandaríkin,” sagði Sigmundur Davíð.

Þá væri lögð áhersla á tvíhliða fríverslunarsamninga við önnur ríki, svo se samninginn við Kína sem lagður verði fyrir Alþingi í næsta mánuði.

Sigmundur Davíð kom einnig fram í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNBC í morgun. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×