Sigmundur Davíð vill ekki tjá sig um moskumálið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2014 12:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neitar að tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vill ekki blanda sér í umræðuna um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um afturköllum lóðar til félags múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Hann hefur hingað til ekki haft neinn áhuga að blanda sér í þá umræðu. Hann vill leyfa oddvitanum í Reykjavík að útskýra hvað hún á við,“ segir Jóhannes.Og er þá ekki neinna viðbragða að vænta frá Framsóknarflokknum vegna ummælanna? „Þingflokksformaður tjáði sig um helgina og var með ákveðna línu þar.“Og Sigmundur vill ekki tjá sig um þetta mál? „Nei, hann hefur ekki hingað til gefið neitt færi á því. Ekki svona út á við,“ segir Jóhannes.Jóhannes Þór Skúlason.Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina, að skoðanir oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina um byggingu mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins, og gangi reyndar þvert á stefnu hans. Hún vísaði í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi, sem og stjórnarskrá Íslands. Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu í gær að hún vildi að lög um Kristnisjóð yrði endurskoðuð. Þau kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að veita ókeypis lóðir undir kirkjur og prestssetur. Á föstudaginn sagði Sveinbjörg Birna, í samtali við Vísi, að hún vildi afturkalla lóð sem var veitt Félagi múslima í september á síðasta ári. Ummælin vöktu mikla athygli og hafa verið mikið rædd í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30 Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17 Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Við erum ekki rasistar“ Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. 24. maí 2014 22:30
Jón Gnarr: Ef Framsókn hefur áhyggjur af uppgangi Íslam á að ræða það á þingi "Það er alveg sama hvað fólki finnst um Íslam. Lögin skylda sveitarfélög til að afhenda trúfélögum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, ókeypis lóðir undir bænahús," segir Jón Gnarr borgarstjóri. 26. maí 2014 00:17
Sveinbjörg svarar fyrir sig: „Stjúpmóðir barna minna er múslimi“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarmanna og flugvallarvina, segir að Íslendingar þurfi að læra af reynslu nágrannalandanna. 25. maí 2014 16:00
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08